fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Demókratar standa frammi fyrir sérstöku vandamáli í Kaliforníu – Of margir frambjóðendur í prófkjöri draga úr sigurlíkum þeirra í kosningunum í haust

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Í nóvember verður kosið um hluta þingsæta á bandaríska þinginu og eru stjórnmálaflokkarnir nú í óðaönn að undirbúa sig undir kosningarnar. Í Kaliforníu standa demókratar frammi fyrir sérstöku vandamáli en þar á bæ eru of margir sem vilja bjóða sig fram til þings og að margra mati eru of margir sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins. Það ætti kannski ekki að þykja slæmt að margir hafi hug á þingmennsku en sérstakt kosningakerfi Kaliforníu þýðir að þetta getur reynst demókrötum dýrkeypt.

Í síðustu viku voru aukakosningar í einu kjördæmi í Pennsylvania. Í forsetakosningunum 2016 fékk Donald Trump 20 prósentustigum fleiri atkvæði í þessu kjördæmi en Hillary Clinton. En í síðustu viku vann frambjóðandi demókrata öruggan sigur á frambjóðanda repúblikana í þessu kjördæmi. Demókrötum ætti því að finnast sem þeir hafi byr í seglin og góðir tímar séu framundan. En kosningakerfið í Kaliforníu getur reynst þeim dýrkeypt eins og fyrr sagði.

Í Kaliforníu er kosningakerfið þannig að þeir tveir frambjóðendur sem hljóta flest atkvæði í forkosningum flokkanna í hverju kjördæmi fara áfram og eru í framboði í kosningunum í nóvember. Þetta er óháð flokkum þannig að ef tveir repúblikanar fá flest atkvæði í forkosningunum í ein kjördæmi þá verða þeir í framboði til þings en enginn demókrati.

Þessu hafa demókratar nú miklar áhyggjur af vegna mikils fjölda frambjóðenda. Með þessum mikla fjölda er hætt við að atkvæðin dreifist svo mikið að frambjóðendur repúblikana fái fleiri atkvæði og verði einir í framboði í þingkosningunum sjálfum.

Politico skýrir frá þessu. Fram kemur að áhrifafólk í flokknum hafi því unnið að því síðustu vikur að fá fólk til að hætta við framboð og hafa margir fallist á það en samt sem áður eru fleiri í framboði en flokksforystunni þykir gott.

Ef demókratar ætla að eiga möguleika á að ná aftur meirihluta í fulltrúadeild þingsins telja margir að Kalifornía sé lykillinn. En hugsanlega koma allir hinir áhugasömu frambjóðendur í veg fyrir það ef allt fer á versta veg fyrir demókrata í Kaliforníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf