fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Aðeins forstjóri N1 fær 20% hækkun, ekki almennir starfsmenn: Tillaga Ragnars felld

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 18:57

Eggert Þór Kristófersson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn VR samþykkti í síðustu viku að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 yrðu tryggð sama kjarahækkun og Eggert Þór Kristófersson forstjóri félagsins fékk frá stjórn N1. Hann hækkaði nýverið um milljón í launum og hefur sú hækkun verið harðlega gagnrýnd.

Ragnar Þór Ingólfsson sagði að stjórn VR gæti ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar forstjóri félagsins væri að fá slíka launahækkun. Vildi stjórn VR að allir starfsmenn N1 fengju sömu prósentu hækkun. Í yfirlýsingu frá VR sagði:

Stærstu eigendur N1 eru lífeyrissjóðir launafólks og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að einmitt hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins.“

Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að á Aðalfundi síðdegis í dag hafi tillögu VR verið hafnað. Stjórnarformaður heldur fram að milljónhækkun Eggerts megi rekja til góðs árangurs í rekstri á árinu 2016. Á RÚV haft eftir Margréti Guðmundsdóttur stjórnarformanni N1 að Eggert sé afar fær stjórnandi.

„Mér er það alveg ljóst að laun forstjóra N1 eru mjög góð og eru alveg sérlega há á árinu 2017 eins og fram hefur komið. Ég vil hins vegar fullvissa ykkur um það, að við fylgjumst grannt með launahlutföllum innan félagsins þannig að tryggt sé að þróun launa yfirstjórnarinnar fari ekki úr takti við launaþróun almennra starfsmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat