fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gylfi, Orri og Guðjón hækka um margar milljónir í launum: „Kornið sem stútfyllti mælinn!“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. mars 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra N1 hækkuðu úr 4,8 milljónum á mánuði í 5,9 milljónir. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu fyrr í vikunni og vakti sú frétt mikla athygli. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bendir á í dag á Facebook-síðu sinni að Eggert er ekki eini forstjóri stórfyrirtækis sem hefur fengið himinháa launahækkun á síðustu mánuðum. Í þeim hópi eru einnig forstjóri Eimskips, Símans og Reita. Vilhjálmur segir:

Það er óhætt að segja að fréttir um að forstjóri N1 hafi hækkað um eina milljón á mánuði hafi vakið eðlilega mikla reiði hjá íslensku þjóðinni.

Í pistli sínum í dag bendir Vilhjálmur á aðra forstjóra sem hafa fengið gríðarlega launahækkun. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips hækkaði um 700 þúsund á mánuði. Árslaun hans eru þá 102 milljónir í stað 94. Laun hans eru 8,6 milljónir á mánuði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga um 44% í Eimskip. Vilhjálmur byggir tölur sínar á úttekt Morgunblaðsins en hann segir:

• Forstjóri N1 (Eggert Þór) hækkaði um 1 milljón á mánuði! (Árslaun 70,2 milljónir )
Lífeyrissjóðirnir eiga 52,9% í N1

• Forstjóri Eimskips (Gylfi Sigfússon) hækkaði um tæpar 700 þúsund á mánuði! (Árslaun 102,6 milljónir)
Lífeyrissjóðirnir eiga 44% í Eimskip

• Forstjóri Símans, (Orri Hauksson) hækkaði um 433 þúsund á mánuði! (Árslaun 48,2 milljónir)
Lífeyrissjóðirnir eiga 50,2% í Símanum

• Forstjóri Reita, (Guðjón Auðunsson) hækkaði um 400 þúsund á mánuði! Árslaun (44,4)
Lífeyrissjóðirnir eiga 57,4% í Reitum

Vilhjálmur kallaði launahækkun Eggerts sjálftöku og græðgi og benti á að það þyrfti 22 afgreiðslumenn á lágmarkstöxtum til að ná launum forstjórans. Enn fremur vakti Vilhjálmur athygli á því að N1 væri í um 50% í eigu lífeyrissjóða launafólks. Boðar hann því fordæmalaus átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sást áður á íslenskum vinnumarkaði. Vilhjálmur sagði:

Ég vil tala tæpitungulaust við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: Þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“