fbpx
Fréttir

Fyrstir í gasklefa Folsom-fangelsisins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. mars 2018 21:00

Sem fyrr segir þá voru Folsom-fimmmenningarnir dæmdir til dauða 1938 eftir að þeir höfðu náð heilsu eftir uppreisnina árið áður. Aftökur þeirra voru merkilegar fyrir þá sök að Texas hafði þá tekið í gagnið gasklefa sem leysti af hólmi snöruna og gálgann.

Svanasöngur

Þann 2. desember, 1938, urðu Robert Lee Cannon og Albert Kessel þess vafasama heiðurs aðnjótandi að taka fyrstir manna sín síðustu andköf í gasklefanum splunkunýja.

Sagan segir að Cannon og Kessel hafi eytt sinni síðustu kvöldstund í að spila hljómplötur og syngja. Einnig kölluðust þeir á enda lágu klefar þeirra hlið við hlið.

Vindlar og viskí

Tíu mínútum fyrir aftökuna reyktu þeir vindil og fengu sér viskíslurk. Cannon gekk fyrstur inn í gasklefann, með handleggi reyrða niður með síðum og berfættur. Hann var ólaður í stól.

Síðan kom Kessel í fylgd fangavarða og var ólaður niður í annan stól, en gasklefinn annaði ekki nema tveimur aftökum í senn.

„Ekkert mál“

„Það er aldeilis mannsöfnuðurinn hér,“ sagði Kessel lágum rómi, en um 40 manns voru mættir til að fylgjast með. Kessel var niðurlútur og forðaðist að líta á áhorfendur.

Þegar vart sýnilegt gasið fór að liðast upp horfði Cannon út um glerið, á áhorfendur og myndaði með vörunum orðin: „Þetta er ekkert mál.“ Þegar hann var við að mynda aðra setningu afmyndaðist andlit hans – sýndi hvorki bros né grettu – og hann ranghvolfdi augunum. Síðan hneig höfuð hans niður að bringu.

Nöturlegt dauðastríð

Samkvæmt vitnisburði frá þessum atburði var dauðastríð Kessels ívið nöturlegra. Hann virtist reyna eftir fremsta megni að halda niðri í sér andanum. Þegar gasið fór að leika um hann stífnaði hann upp og greip um stólarmana þannig að hnúarnir hvítnuðu.

Það gat hann að sjálfsögðu aðeins í takmarkaðan tíma og að lokum tók hann andköf og stundi: „Þetta er slæmt.“

Tveir plús einn

Wesley Eudy og Fred Barnes fylgdu í fótspor félaga sinna 9. desember og 16. desember steig Ed Davis sín hinstu skref, einn síns liðs, inn í gasklefann nýja, sem þó hafði sannað gildi sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Átta hjólbarðar sprungu í holu á Grindavíkurvegi

Átta hjólbarðar sprungu í holu á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Kýldi tönn úr öðrum manni og fær eins mánaðar skilorð

Kýldi tönn úr öðrum manni og fær eins mánaðar skilorð
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Í gær

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“