fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tekinn af lífi 40 árum eftir ódæðisverkin

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. mars 2018 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlton Gary, 67 ára fangi á dauðadeild í Georgíuríki í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærkvöldi, rúmum 40 árum eftir að hafa framið ódæðisverkin sem urðu til þess að hann hlaut dauðadóm.

Gary var sakfelldur árið 1986 fyrir að myrða þrjár eldri konur á árunum 1977 til 1978. Áður en hann kyrkti þær nauðgaði hann þeim.

Þó að hann hafi aðins verið sakfelldur fyrir þessu þrjú morð er talið að fórnarlömb hans hafi verið mun fleiri, eða níu talsins. Sjö þeirra létust en örlög þeirra voru öll með svipuðu sniði; brotist var inn á heimili þeirra og síðan ráðist á þær. Konurnar sem Gary var dæmdur fyrir að hafa myrt voru 69 ára, 74 ára og 89 ára.

Gary var svo handtekinn árið 1984 og dæmdur árið 1986 eins og að framan greinir.

Nú, rúmum 40 árum eftir að ódæðisverkin voru framin, hefur Gary verið tekinn af lífi. Aftakan fór fram í ríkisfangelsinu í Jackson. Gary neitaði að tjá sig þegar honum var boðið að segja lokaorð. Fyrr í vikunni höfnuðu yfirvöld beiðni hans um að þyrma lífi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“