fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlegar árásir á 48 ára danskan borgarstjóra – Er hvött til að fara í fóstureyðingu – „Þið eruð ótrúlega sjálfselsk“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 06:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ráðleggjum þér að fara hið fyrsta í fóstureyðinu.“ Þetta segir meðal annars í bréfi sem var sent til Benedikte Kiær, borgarstjóra í Helsingør í Danmörku. Hún birti mynd af bréfinu á Twitter. Tilefni bréfsins er að Kiær tilkynnti í upphafi mánaðarins að hún sé barnshafandi en hún er 48 ára. Hún á eitt barn fyrir.

En það eru ekki allir sem gleðjast fyrir hönd Kiær og 41 árs eiginmanns hennar og í bréfinu eru þau meðal annars sögð vera „miklir egóistar“ og að þau „eigi nú þegar nógu mörg börn“.

„Þegar þið verðið á ferðinni með barnið, munuð þið og barnið upplifa að fólk spyrji hvort það sé með afa sínum og ömmu.“

Einnig er tekið fram að miklar líkur séu á að barnið fæðist með Down Syndrome vegna aldurs Kiær.

Á Twitter veltir Kiær því upp hvort karlmenn hefðu fengið álíka skilaboð ef þeir hefðu tilkynnt að þeir ættu von á barni 48 ára gamlir.

Kiær eignaðist fyrsta barn sitt 46 ára að aldri eftir tæknifrjóvgun en hún hafði þá reynt að verða barnshafandi í 8 ár.

Jótlandspósturinn segir að eftir því sem Kiær segi þá hafi viðbrögðin verið margskonar eftir að hún upplýsti að hún sé barnshafandi. Hún hafi heyrt frá mörgum, bæði fólki sem samgleðst henni og fólki sem sé gagnrýnið á barneignina vegna aldurs hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala