fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Hugðist svíkja fé út úr tryggingafélagi – Tók vin sinn með í siglingu og kveikti í bátnum – Vinurinn drukknaði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 07:15

Saksóknarar á Norður-Sjálandi í Danmörku hafa ákært 22 ára karlmann frá Frederikssund fyrir tilraun til tryggingasvindl með því að kveikja í báti sínum á Roskilde Fjord við Sjáland í október á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn grein 180 í hegningarlögunum en allt að lífstíðarfangelsi liggur við brotum á þeirri grein.

Eftir því sem segir í umfjöllun BT um málið þá er ákæran þannig orðuð að ákæruvaldið telur hinn ákærða sekan um að hafa orðið vini sínum að bana þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað sér það í upphafi. Fram kemur að þegar hinn ákærði hafði hafist handa við fyrirætlun sína hafi hann „áttað sig á að líf annarra var í bráðri hættu“.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa verið með hass í fórum sínum í Helsingør fangelsinu og að hafa verið með 14 kúlur í 9mm skammbyssu í fórum sínum. Við þetta bætist síðan ákæra fyrir að hafa hótað fjórum fangavörðum líkamsmeiðingum.

Eftir að eldur kom upp í báti hins ákærða í kjölfar sprengingar hoppaði vinur hans, hinn 24 ára Tavab Khoshival, í sjóinn. Hann var íklæddur gölluðu björgunarvesti. Dýpið á þessum slóðum er um sjö metra. Khoshival drukknaði og fannst lík hans tveimur vikum síðar.

Samkvæmt ákærunni voru vinirnir á siglingu um Roskilde Fjord þegar hinn ákærði kastaði logandi klút, sem hann hafði vætt í bensíni, á vél bátsins. Þá varð sprenging og í kjölfar hennar hoppaði Khoshival í sjóinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?