fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Danmörk – Ákærður fyrir kerfisbundið ofbeldi gegn stjúpbörnum sínum – Málið hefur beint kastljósinu að lokuðu samfélagi Votta Jehóva

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í vikunni fóru fram réttarhöld hjá Vestri-Landsrétti í Sønderborg í Danmörku í máli fimmtugs karlmanns sem var í undirrétti sakfelldur fyrir kerfisbundið ofbeldi gegn fjórum stjúpbörnum sínum. Maðurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Málið hefur vakið töluverða athygli í Danmörku og beint kastljósinu að lokuðu samfélagi Votta Jehóva þar í landi. Um 200 söfnuðir Votta Jehóva eru í Danmörku og eru meðlimirnir um 16.000.

Fjölskyldan bjó nærri Skærbæk á Jótlandi þegar málið kom upp. Maðurinn og móðir barnanna fjögurra eru bæði virk í söfnuði Votta Jehóva. Ofbeldið stóð yfir árum saman án þess að yfirvöld kæmust að því að eitthvað var að á heimilinu. Það var einmitt vegna þess hversu lokað samfélag Votta Jehóva er að börnin þorðu ekki að snúa sér til fólks utan trúfélagsins til að segja frá raunum sínum. Þeim hafði verið kennt að fólk, sem stæði utan Votta Jehóva, vildi þeim ekkert gott.

Maðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi í september fyrir að hafa kerfisbundið beitt börnin ofbeldi en hann áfrýjaði málinu og krefst sýknu en vægari refsingar til vara ef ekki verður fallist á sýknukröfu hans. Fyrir rétti í september þvertók hann fyrir að hafa beitt börnin ofbeldi og sagði að á heimilinu væru málin rædd og ofbeldi kæmi ekki við sögu.

Nær öll þau vitni sem komu fyrir undirrétt komu fyrir Vestri-Landsrétt í vikunni og báru vitni auk þess sem farið var yfir málsskjölin frá undirrétti. Meðal þeirra vitna sem komu fyrir dóminn voru þrír ófaglærðir starfsmenn á leikskólum og í skólum sem höfðu haft áhyggjur af velferð barnanna og höfðu tilkynnt um áhyggjur sínar til félagsmálayfirvalda. Auk þess höfðu félagsmálayfirvöld í Tønder, Skærbæk tilheyrir sveitarfélaginu Tønder, fengið eina nafnlausa ábendingu um að aðstæður barnanna á heimilinu væru slæmar. Þetta var ekki kannað nánar.

Móðir barnanna var einnig ákærð og mál hennar tekið fyrir af undirrétti en hún var sýknuð þar og máli hennar var ekki áfrýjað. Hún var því vitni í vikunni eftir því sem segir í umfjöllun JV um málið.

Í dómi undirréttar frá því september kemur fram að ofbeldi stjúpföðursins hafi verið kerfisbundið og vel skipulagt og hafi staðið yfir árum saman og náð yfir stóran hluta af æskuárum barnanna.

Börnin báru vitni fyrir dómi og það gerði faðir þeirra einnig. Stjúpfaðirinn telur að faðir barnanna hafi staðið á bak við kæru til lögreglunnar um að hann hafi beitt börnin ofbeldi.

Faðir barnanna var í söfnuði Votta Jehóva en sleit sig frá söfnuðinum 2004.

Fyrir dómi kom fram að það var elsta barnið sem átti frumkvæðið að tilkynningu til lögreglunnar um að börnin væru beitt ofbeldi og vanrækt. Ástæðan fyrir tilkynningunni voru áhyggjur elsta barnsins af yngsta bróður sínum sem bjó þá enn heima hjá móður sinni og stjúpföður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“