fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Marian kom til Íslands til að smíða: Síðan dundi ógæfan yfir – Ekki gott að sofa á steypunni

Pólverjinn Marian Urbas var utangarðsmaður á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almennt minnist ég þessa tíma með mikilli hlýju. Mér leið mjög vel þarna. En undir lokin þá hrundi heimurinn minn,“ segir Pólverjinn Marian Urbas. Marian sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kveik í Sjónvarpinu í vikunni en viðfangsefni þáttarins var Barka-samtökin.

Um er að ræða pólsk samtök sem aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna að koma lífi sínu á réttan kjöl. Samtökin hafa haft samstarf við Reykjavíkurborg á undanförnum árum og er markmiðið að stuðla að betri lífsgæðum þessa hóps, hvort sem í því felst að snúa aftur til heimalandsins eða vera áfram í Reykjavík.

Barka-samtökin voru upprunalega stofnuð í Póllandi árið 1989 til að hjálpa fólki í erfiðum félagslegum aðstæðum. Árið 2007 leitaði Lundúnaborg til Barka til að fá aðstoð fyrir heimilislaust fólk af erlendum uppruna sem hélt til á götum borgarinnar. Verkefnið gaf góða raun og nú starfa Barka-samtökin í minnst tíu borgum að Reykjavík með talinni.

„Ísland togar mig til sín. Það er mjög fallegt land. Einhvern veginn finn ég mig ekki hérna í Póllandi.“

Stækkaði Leifsstöð og byggði leikskóla

Marian er einn þessara manna sem fengið hafa aðstoð samtakanna. Hann kom til Íslands á sínum tíma og réði sig í smíðavinnu. Vann hann meðal annars við að stækka Leifsstöð, byggja leikskóla í Kópavogi og nokkrar íbúðablokkir á höfuðborgarsvæðinu. Í það heila dvaldi Marian á Íslandi í ellefu ár en undir lok dvalar hans var farið að halla verulega undan fæti.

Marian varð heimilislaus og atvinnulaus á skömmum tíma og missti síðan tengslin við fjölskyldu sína.

Bílastæðahús og almenningsgarðar

„Ég fór að drekka enda kominn á götuna,“ sagði Marian í þættinum en þar sem hann var með lögheimili í Garðabæ gat hann ekki leitað á náðir Gistiskýlisins í Reykjavík. Hann bjó því á götunni í orðsins fyllstu merkingu og lét sig hafa það að gista í bílastæðahúsum og í almenningsgörðum; yfir harðasta veturinn leitaði hann inn í bílastæðahús en þegar betur viðraði gerði hann sér að góðu að sofa undir berum himni.

Svo kom að því að Marian fékk nóg eins og sagði í þættinum í gærkvöldi. Hann naut aðstoðar Barka-samtakanna um að fara heim til Póllands þar sem hann fór í eitrun. Í dag er Marian í betri málum; „Mér líður mjög vel. Ég er með smá vinnu, ég vinn sem vörður á nóttunni. Ég á rúm. Það er skárra en steypa eða gras,“ segir Marian en samfélagið sem hann býr í í Póllandi er eitt af tuttugu samfélögum þar sem fólk getur dvalið undir verndarvæng Barka-samtakanna. Sumir staldra stutt við hjá samtökunum á meðan aðrir dvelja þar lengur.

Marian, sem talar örlitla íslensku, segir að hann hafi notið þess að vera á Íslandi. „Ísland togar mig til sín. Það er mjög fallegt land. Einhvern veginn finn ég mig ekki hérna í Póllandi.“

Hér er hægt að horfa á umfjöllun Kveiks í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala