fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hefur þú séð bílinn eða manninn? Lögreglan óskar eftir aðstoð þinni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar karlmanns og ökutækis í tengslum við rannsókn hennar á innbroti í verslun í Skútuvogi í Reykjavík í nótt. Tilkynning um málið barst lögreglu kl: 5:41. Þá var þjófurinn á bak og burt.

Þjófurinn hafði ekið rauðum Chevrolet Spark, með skráningarnúmerið HNM06, inn um aðalinngang verslunar og stolið þar verkfærum og síðan farið aftur akandi af vettvangi.

Lögreglan leitar ökumannsins og bílsins sem var stolið í Grænuhlíð í Reykjavík.

Ökumaðurinn, sem er 170-175 sm á hæð, var klæddur í svarta peysu/jakka með hvítum röndum, gráar buxur, svarta skó og með lambhúshettu. Bíllinn er að líkindum dældaður og rispaður eftir innbrotið. Í tilkynningu lögreglu segir:

Sjáist bíllinn í umferðinni skal hringja tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinn.thor@lrh.isadalsteinn.thor@lrh.is eða einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala