fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjölmörg börn voru beitt kynferðislegu ofbeldi við tökur á vinsælum dönskum kvikmyndum – „Hann sagði að ég skyldi ekki vera hrædd“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa dagblaðið Politiken og sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku fjallað um mál barna sem léku í vinsælum dönskum kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar. Í umfjöllun Politiken og heimildamyndinni De misbrugte filmbørn kemur fram að á þriðja tug barna, hið minnsta, voru kerfisbundið beitt kynferðislegu ofbeldi. Umfjöllunin hefur að vonum vakið mikla athygli í Danmörku.

Gerendurnir voru tveir, þeir Lasse Nielsen og Ernst Johansen sem leikstýrðu vinsælum kvikmyndum um ungmenni og líf þeirra. Sex karlar og sextán konur hafa nú stigið fram og skýrt fréttamönnum frá því kerfisbundna kynferðislega ofbeldi sem Nielsen og Johansen beittu þau. Þau voru á aldrinum 10 til 14 ára þegar ofbeldið átti sér stað.

Karlar lýstu því fyrir fréttamönnum að myndir hafi verið teknar af þeim berum að ofan og þeir látnir horfa á klámmyndir til að þeir gætu virst vera eðlilegir í kvikmyndunum en þær fjölluðu um kynhneigð ungs fólks og fyrstu skref þess í kynlífi. Myndirnar voru taldar marka mikil tímamót í danskri kvikmyndasögu. En Nielsen og Johansen létu sér ekki nægja að búa til kvikmyndir um unga fólkið, þeir beittu það einnig kynferðislegu ofbeldi.

„Í fyrstu átti ég að afklæðast. Síðan byrjaði hann að snerta mig aðeins og síðan meira og þetta varð alltaf grófara. Hann notaði oft orðin til í. Að ég yrði að vera „til í eitthvað skemmtilegt“ ef ég vildi vera með í myndinni. Með tímanum þróaðist þetta yfir í gróft kynferðislegt ofbeldi.“

Sagði Karl Wagner, einn leikaranna, í samtali við Politiken.

Ofbeldið hafði mikil áhrif á fólkið og mörg þeirra hafa glímt við eiturlyfjavanda og átt erfitt með að stofna til náinna kynna við annað fólk í gegnum lífið. Þau hafa átt erfitt með að treysta fólki og sum hafa glímt við andleg veikindi.

Nielsen og Johansen hurfu af sjónarsviðinu á áttunda áratugnum. Þeir búa nú báðir í Tælandi og hafa skipt um nöfn. Fréttamenn fóru til Tælands og hittu mennina. Nielsen vildi ekki ræða mikið við þá og sagðist ekki muna mikið frá þessum tíma.

Johansen, sem hefur hlotið þrjá dómi fyrir að hafa beitt ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi, vísaði því á bug að hann hafi gerst sekur um nauðganir en sagði þó að um hríð hafi hann gert marga slæma hluti og það þýði ekki að þræta fyrir þá því hann hafi gert þá. Hann viðurkenndi að hafa stundað kynlíf með mörgum stúlkum, sem voru yngri en 15 ára, en hafi ekki vitað að það væri ólöglegt.

Marina Knudsen lýsti hræðilegri lífsreynslu sinni í samtali við TV2 en hún var aðeins 11 ára þegar Johansen beitti hana kynferðislegu ofbeldi. Hún var þá í frístundaklúbbnum Borup en þar var verið að setja leikrit á svið og sá Johansen um það. Dag einn bað hann Knudsen um að vera aðeins lengur eftir að æfingu lauk því hann vildi gjarnan æfa aðeins meira með henni. Hún sagði að Johansen hafi læst dyrunum og beðið hana að fara upp á svið og fara úr buxunum. Hún sagðist hafa verið hissa á þessu en þetta hafi verið Johansen, einn þeirra fullorðnu sem hún treysti allra best. Hún settist síðan við hliðina á honum í sófanum á sviðinu.

„Þá fór hann úr buxunum og sagði að ég ætti – svo ég segi það hreint út – að ég ætti að totta hann. Ég man bara að það vildi ég ekki.“

En samt sem áður tókst Johansen að telja henni hughvarf.

„Hann sagði að ég skyldi ekki vera hrædd, ég ætti bara að hugsa með mér að þetta væri eins og sleikjó.“

Þetta endaði síðan með að Johansen nauðgaði henni.

„Hann sagði að ég skyldi bara að anda rólega og bíta á jaxlinn því þá yrði þetta ekki svo vont.“

Þegar nauðgunin var afstaðin bað hann hana að klæða sig í og fara heim. Það sem hefði gerst „ættu þau saman“ og væri eitthvað sem maður ætti ekki að segja neinum.

Auk þess að ræða við Nielsen og Johansen ræddu fréttamenn við aðra, sem voru fullorðnir þegar myndirnar voru framleiddar, en enginn þeirra taldi að það hefði verið á þeirra ábyrgð að vita að leikstjórarnir tveir níddust kynferðislega á börnunum.

Ummæli Steen Herdel, framleiðanda myndanna, hafa að vonum vakið mikla athygli.

„Þetta var nú ekki svo alvarlegt. Þeim var ekki nauðgað. Þetta var bara misnotkun, er það ekki? Þetta er ekki neitt sem skaðaði þau. Þau voru ekki neydd til neins eða laminn.“

Nokkur af fórnarlömbum Nielsen og Johansen hafa snúið sér til lögreglunnar vegna málanna en lögreglan getur ekkert aðhafst þar sem hin meintu brot eru fyrnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi