Fréttir

Ný meinvörp fundust í Stefáni Karli: „Gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman“

Hjálmar Friðriksson skrifar
Miðvikudaginn 14. mars 2018 12:43

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir greinir frá því á Facebook að ný meinvörp hafi fundist í Stefáni Karli Stefánssyni, eiginmanni hennar. Þau hafa bæði talað opinskátt um veikindi Stefáns en hann greindist með krabbamein árið 2016. Steinunn Ólina segir að nýju meinvörpin sé ekki hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum.

„Síðastliðinn föstudag fengum við það staðfest eftir ferð til Köben í Jáeindaskanna að það eru ný meinvörp í Stefáni sem ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum. Þrátt fyrir að vita um langa hríð að þessi dagur myndi renna upp eru þetta auðvitað erfið þáttaskil. Engin lækning er til við langt gengnu óskurðtæku gallgangakrabbameini. Nú taka við lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum og við vonum að þær gangi sem allra best og hafi tilætluð áhrif, að bæta líðan Stefáns og lengja líf hans. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær,“ segir Steinunn Ólína.

Hún þakkar krabbameinslækni Stefán sérstaklega fyrir góða þjónustu. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að Stefan Karl er í höndum frábærs krabbameinslæknis sem við treystum fullkomlega og gerir allt sem í hans valdi stendur. Eins njótum við aðstoðar heimahjúkrunarteymis, kvenskörungar allar saman, dásamlegar,“ segir Steinunn Ólína.

Þrátt fyrir þessi slæmi tíðindi þá segist Steinunn vera þakklát fyrir líf sitt með Stefáni Karli: „Veikindi Stefáns hafa áhrif á alla fjölskylduna eðlilega, við eigum misgóða daga. Suma daga eigum við ósköp bágt, aðra daga erum við bara kát og gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman. Það getur enginn tekið frá okkur, hvernig sem allt fer. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 26 mínútum síðan
Ný meinvörp fundust í Stefáni Karli: „Gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman“

Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Fréttir
Fyrir 28 mínútum síðan
Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Gunnar Þór með einkaleyfi á íslenska „Húh-ið – Vildi græða á bolum Hugleiks sem er mjög ósáttur

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Damon Albarn fagnar stórafmæli í dag

Stefan vill heimsækja grunnskólana og fræða börn um klám

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Stefan vill heimsækja grunnskólana og fræða börn um klám

Guðrún hótaði Vigfúsi lífláti: Óttaðist um dóttur sína – „Ég skal drepa þig helvítið þitt“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Guðrún hótaði Vigfúsi lífláti: Óttaðist um dóttur sína – „Ég skal drepa þig helvítið þitt“

Lilja sakar bílstjóra Ferðaþjónstu fatlaðra um ofbeldi: „Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Lilja sakar bílstjóra Ferðaþjónstu fatlaðra um ofbeldi: „Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann“

Stefán Þór er grunaður um að hafa nauðgað unnustu sinni á reynslulausn

Mest lesið

Ekki missa af