fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ný meinvörp fundust í Stefáni Karli: „Gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir greinir frá því á Facebook að ný meinvörp hafi fundist í Stefáni Karli Stefánssyni, eiginmanni hennar. Þau hafa bæði talað opinskátt um veikindi Stefáns en hann greindist með krabbamein árið 2016. Steinunn Ólina segir að nýju meinvörpin sé ekki hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum.

„Síðastliðinn föstudag fengum við það staðfest eftir ferð til Köben í Jáeindaskanna að það eru ný meinvörp í Stefáni sem ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum. Þrátt fyrir að vita um langa hríð að þessi dagur myndi renna upp eru þetta auðvitað erfið þáttaskil. Engin lækning er til við langt gengnu óskurðtæku gallgangakrabbameini. Nú taka við lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum og við vonum að þær gangi sem allra best og hafi tilætluð áhrif, að bæta líðan Stefáns og lengja líf hans. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær,“ segir Steinunn Ólína.

Hún þakkar krabbameinslækni Stefán sérstaklega fyrir góða þjónustu. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að Stefan Karl er í höndum frábærs krabbameinslæknis sem við treystum fullkomlega og gerir allt sem í hans valdi stendur. Eins njótum við aðstoðar heimahjúkrunarteymis, kvenskörungar allar saman, dásamlegar,“ segir Steinunn Ólína.

Þrátt fyrir þessi slæmi tíðindi þá segist Steinunn vera þakklát fyrir líf sitt með Stefáni Karli: „Veikindi Stefáns hafa áhrif á alla fjölskylduna eðlilega, við eigum misgóða daga. Suma daga eigum við ósköp bágt, aðra daga erum við bara kát og gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman. Það getur enginn tekið frá okkur, hvernig sem allt fer. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“