Fréttir

„Hvaða andskotans Egill?“

Össur minnist Sverris með hlýjum orðum

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 14. mars 2018 09:18

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, segir að ólíklegt sé að nokkurn reki á fjörur þingsins í líkingu við Sverri Hermannsson. Sverrir lést á aðfaranótt mánudags, 88 ára að aldri. Össur talar fallega um fyrrum kollega sinn á þingi í færslu á Facebook.

„Sverrir Hermannsson var ekki bara vopnfrár pólitíkus heldur líka hlýr og vænn maður. Ég sat með honum seinni sprettinn hans á þinginu, 1999-2003. Þá var hann ekki lengur Sjálfstæðismaður, heldur búinn að stofna Frjálslynda flokkinn, og stýrði sínu liði einsog herforingi,“ segir Össur.

Sverrir var fyrst kjörinn á þing árið 1971 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat hann á þingi fyrir flokkinn til ársins 1988. Hann var svo kjörinn aftur á þing árið 1999 fyrir Frjálslynda flokkinn eins og Össur bendir á og sat hann á þingi til ársins 2003. Sverrir var iðnaðarráðherra árin 1983 til 1985 og menntamálaráðherra árin 1985 til 1987.
Össur segir að Sverrir hafi verið honum mjög eftirminnilegur.

„Litríkur svo af bar, flutti ekki margar ræður í þeirri lotu en þeim mun eftirtekarverðari. Ég hlustaði á hann nánast í hvert sinn, bergnuminn, og hafði aldrei heyrt annað eins tungutak. Þannig talaði sá einn sem alinn var upp í Ögurvík. Þeir sem voguðu sér að abbast upp á kappann fóru heim fleiðraðir upp á herðablöð. Til þess glöptust fáir með fullu viti en þó stöku Framsóknarmaður. Þá var okkar maður í essinu sínu og virtist af fáu á þeim dögum hafa jafn mikla unun og að tyfta Framsóknarflokkinn með orðapísk sínum. Á það var eiginlega lífsreynsla að hlusta.“

Össur segir að Sverrir hafi kunnað að spila „fyrir galleríið“ ef svo bar undir, bæði á þingi og í viðtölum við fréttamenn.

„Eilíft er svar hans þegar blaðamaður vakti hann að morgni spennandi kosninganætur og innti eftir óvæntu kjöri samflokksmanns hans, Egils á Seljavöllum: „Hvaða andskotans Egill?“ – Við urðum að minnsta kosti kunningjar á þinginu, mér þótti vænt um hann og fylgdist með honum alla tíð eftir að leiðir skildu. Ólíklegt er að nokkurn slíkan reki aftur á fjörur þingsins, og örugglega engan sem talar aðra eins íslensku. Það er sjónarsviptir að slíkum köppum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 28 mínútum síðan
„Hvaða andskotans Egill?“

Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Fréttir
Fyrir 30 mínútum síðan
Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Gunnar Þór með einkaleyfi á íslenska „Húh-ið – Vildi græða á bolum Hugleiks sem er mjög ósáttur

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Damon Albarn fagnar stórafmæli í dag

Stefan vill heimsækja grunnskólana og fræða börn um klám

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Stefan vill heimsækja grunnskólana og fræða börn um klám

Guðrún hótaði Vigfúsi lífláti: Óttaðist um dóttur sína – „Ég skal drepa þig helvítið þitt“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Guðrún hótaði Vigfúsi lífláti: Óttaðist um dóttur sína – „Ég skal drepa þig helvítið þitt“

Lilja sakar bílstjóra Ferðaþjónstu fatlaðra um ofbeldi: „Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Lilja sakar bílstjóra Ferðaþjónstu fatlaðra um ofbeldi: „Hann kýldi mig í bakið og síðan í magann“

Stefán Þór er grunaður um að hafa nauðgað unnustu sinni á reynslulausn

Mest lesið

Ekki missa af