fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Egill: Fleiri bílar en íbúar á Íslandi – Eina raunhæfa lausnin að takmarka umferð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eina raunhæfa lausnin sem hægt er að finna á þessum vanda er auðvitað að takmarka bílaumferðina. Fækka bílum sem eru á ferli,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason á bloggsíðu sinni á vef Eyjunnar.

Bifreiðaeign aukist mikið

Þar gerir Egill svifryksvandann í Reykjavík að umtalsefni en undanfarna daga hefur svifryk mælst ítrekað yfir heilsuverndarmörkum. Eðli málsins samkvæmt hefur þetta vakið umræðu um umferðina í Reykjavík enda samhengi á milli umferðar og magns svifryks í lofti þegar veðuraðstæður eru eins og þær hafa verið síðustu daga.

Egill segir í færslu sinni að það sé makalaust hvað sé hægt að rífast mikið um bíla. „Fátt virðist fólk geta hugsað sér verra en einhvers konar takmarkanir á bílaeign og bílanotkun. Það að eiga bíl hefur ótrúleg áhrif á skynjun fólks á veruleikanum og sjónarmið þess,“ segir Egill og bendir á að bifreiðaeign hafi aukist mjög mikið á Íslandi á fáum árum.

„Hluti bílaflotans hefur líka stækkað, miklu fleiri en áður aka um á jeppum og jepplingum.“

„Við þetta hafa líka bæst tugir þúsunda bílaleigubíla. Hluti bílaflotans hefur líka stækkað, miklu fleiri en áður aka um á jeppum og jepplingum. Nú er svo komið að það eru fleiri bílar en íbúar í landinu,“ segir hann og bætir við að innviðir landsins hafi ekki verið hannaðir fyrir svo marga bíla.

„Vegirnir úti á landi þola ekki þetta álag. Eldri hverfi borgarinnar byggðust þegar bílarnir voru miklu færri, sum þegar bílaeignin var hundrað sinnum minni.“

Egill bendir svo réttilega á, eins og tölur síðustu daga um magn svifryks í lofti eru til vitnis um, að mengun vegna bifreiða sé orðin mikið vandamál í Reykjavík. Umferðin aukist jafnt og þétt og á tímum þegar gerðar eru meiri kröfur um umhverfisgæði en áður.

Takmarka umferð

„En samt heimtum við að komast greiðlega og hindrunarlaust áfram á bílunum okkar. Þótt þeim hafi snarfjölgað og umhverfið beri ekki þennan fjölda. Við skulum samt.“

Egill segir að eina raunhæfa lausnin sem hægt er að finna á þessum vanda sé að takmarka bílaumferðina. „Fækka bílum sem eru á ferli. En við skulum leita hátt og lágt að öðrum úrræðum. Og það er eins og atlaga að frelsi okkar og tilverurétti ef rætt er um að „þrengja að einkabílnum“– sem nota bene tekur alltaf meira og meira pláss.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala