fbpx
Fréttir

„Ég ætla að stúta ykkur öllum“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 14:24

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 60 daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1986, var ákærður fyrir að sparka í hægri handlegg lögreglumanns við Kirkjustétt. Atvikið varð í lögreglubifreið i febrúar í fyrra en auk þess hrækti hann á lögreglumanninn, reyndi að bíta hann og lögreglukonu sem var á vettvangi.

Þegar verið var að flytja manninn í lögreglubíl á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann þremur lögreglumönnum í bílnum lífláti með orðunum: „Ég ætla að stúta ykkur öllum.“

Maðurinn játaði brot sín en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2007. Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Í gær

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Í gær

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag
Fréttir
Í gær

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum