Fréttir

„Ég ætla að stúta ykkur öllum“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 14:24

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 60 daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1986, var ákærður fyrir að sparka í hægri handlegg lögreglumanns við Kirkjustétt. Atvikið varð í lögreglubifreið i febrúar í fyrra en auk þess hrækti hann á lögreglumanninn, reyndi að bíta hann og lögreglukonu sem var á vettvangi.

Þegar verið var að flytja manninn í lögreglubíl á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann þremur lögreglumönnum í bílnum lífláti með orðunum: „Ég ætla að stúta ykkur öllum.“

Maðurinn játaði brot sín en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2007. Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 8 klukkutímum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“
í gær

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt
Fréttir
í gær

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir