fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Daníel Rafn situr inni vegna Ystaselsmálsins: „Ég náttúrulega lenti í rugli“

Leiddist út í neyslu eftir föðurmissi – „Mér fannst engin leið vera út“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. mars 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég lenti allt einhvern veginn í þessu aftur, í þesum heimi,“ egir Daníel Rafn Guðmundsson sem afplánar um þessar mundir 18 mánaða fangelsisdóm í tengslum við Ystaselsmálið svokallaða. Hann kveðst hafa sokkið ofan í heim fíkninnar eftir að hann missti föður sinn en þeir feðgar unnu lengi vel saman á bifreiðaverkstæði.

Þetta kemur í sjónvarpsþættinum Paradísarheimt. DV fjallaði ítarlega um Ystaselsmálið á sínum tíma . Í maí 2013 réðst Daníel Rafn á Stefán Loga Sívarsson með þeim afleiðingum að Stefán kinnbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og rifbeinsbrotnaði í árásinni auk þess að missa fjórar framtennur. Þá skarst hann illa í andliti. Við árásina notaði Daníel meðal annars hafnaboltakylfu og hnúajárn.

Lögreglumaður sem kom fyrir dóminn sem vitni sagði svæðið hafa litið út eins og vígvöll eftir árásina.

„Þetta var svolítill vígvöllur. Blóðið var þarna dreift um bæði stétt og götu,“ sagði lögreglumaðurinn og greindi frá því að blóðkám hefði einnig verið víða. Daníel Rafn lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi og sagði Stefán hafa hótað sér lífláti.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Reyndi að stinga sig í hjartað

Daníel Rafn hefur nú afplánað nú níu mánuði af dómnum en hann segir vistina ekki eins slæma og hann átti von á. „Ég myndi segja að biðin áður en maður fer í fangelsi sé verri heldur en afplánunin sjálf.“

Daníel Rafn er faðir þriggja stúlkna og heimsækja dæturnar hann reglulega. Hann segir þær lítið finna fyrir því að þær séu í raun að heimsækja föður sinn í fangelsi. „Á þessum stað finnur maður ekkert rosalega mikið fyrir því. Öll aðstaðan hérna á Sogni er til fyrirmyndar. Þegar krakkarnir koma í heimsókn eru engar girðingar eða múrar. Maður getur labbað hérna, farið í gönutúra, skoðað hestana.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Aðspurður um hvernig hann leiddist út í það að fara að fremja ofbeldisbrot svarar hann: „Ég náttúrulega lenti í rugli. Lenti í svolitlu rugli.“

Þá greinir Daníel frá því að hann hefði ekki hlotið lausn á sínum málum fyrr en hann fór í langtímameðferð árið 2015. Það var eftir misheppnaða sjálfvígstilraun. „Ég tók hníf og skar mig á púls,“ segir hann og bætir við að hann hafi einnig stungið sig í brjóstkassann. Hann ætlaði að stinga sig í hjartað.

„Ég hafði aldrei haft neinar sjálfsmorðshugsanir. En akkúrat þarna á þessum tíma, þegar ég geri þetta, þá fannst mér engin leið vera út,“ segir hann og klökknar þegar hann rifjar þetta tímabil upp.

Mynd: © Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Þá kveðst hann hafa fengið vitrun þegar hann fór í meðferð á Staðarfelli. Hann hafði margoft áður farið í meðferð en þarna var vonleysið orðið mikið að hans sögn og hann fann loksins von. Á sama tíma fékk hann einnig að vita að hann væri að verða faðir. „Það er lítil kapella þarna sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég fór á hverjum einasta morgni, fór á hnén og bað um annað tækifæri í lífinu,“ segir Daniel en hann tók síðar skírn inn í Fíladelfíusöfnuðinn.

„Það birti til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga