fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Bjarkey barmar sér yfir húsnæðisgreiðslum Alþingis: „Þetta dugar ekki til“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslan sem hún þiggi frá Alþingi, ásamt álagsgreiðslu, dugi henni ekki fyrir afborgunum á lánum af íbúð hennar í Reykjavík. Sömu sögu sé að segja af nýjum þingmönnum úr hennar kjördæmi, Norðaustur, en Bjarkey heldur heimili á Ólafsfirði einnig.

Orðin lét Bjarkey falla í þættinum Þjóðbraut í síðasta mánuði:

„Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti  hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag. Og nýju þingmennirnir  í mínu kjördæmi sem voru kjörnir á þing í fyrra eru enn verr staddir, vegna þess að koma hér inn á leigumarkaðinn undir þessum kringumstæðum eða að reyna að fjárfesta sér, það kostar auðvitað eins og við þekkjum og húsnæðismarkaðsverðið hefur hækkað mikið, þannig að þeir eru enn verr settir en ég. Og eins og ég segi, við þekkjum það og þetta dugar ekki til,“

 

sagði Bjarkey.

 

Hún fær samtals 1.266.373 krónur á mánuði í laun þegar allt er talið. Þar af eru 134.041 krónur skilgreindar sem húsnæðis- og dvalarkostnaður og 53.616 krónur í álag ofan á þá upphæð, eða alls 187.657 krónur, upphæðin sem Bjarkey vísar til.

Fastur ferðakostnaður er 30.000 og fastur starfskostnaður er 40.000. Þá fær Bjarkey einnig álagsgreiðslu upp á 165.179 krónur þar sem hún er formaður þingflokks, samkvæmt vef Alþingis.

 

Í allri þeirri umræðu sem verið hefur varðandi húsnæðis- og ferðakostnað þingmanna, telst það nokkuð nýmæli að þingmaður kveinki sér yfir þeim greiðslum sem í boði eru. Í raun hafa þingmenn sumir keppst við að afþakka þær, með misjöfnum árangri, þó þeir eigi rétt á þeim.

 

Ástæðan fyrir harmi Bjarkeyjar er þó auðvitað ekkert gamanmál, húsnæðis- og leiguverð er í sögulegu hámarki hér á landi og sér ekki fyrir endann í þeim málum. Sem betur fer fyrir Bjarkey, er hún í þeirri einstöku aðstöðu til þess að gera eitthvað í því.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt