Fréttir

Pútín samþykkti að farþegaflugvél yrði skotin niður fyrir Ólympíuleikana í Sotji

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. mars 2018 06:30

Skömmu fyrir setningu Vetrarólympíuleikanna í Sotji þann 7. febrúar 2014 veitti Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, heimild til að farþegaflugvél yrði skotin niður. Talið var að sprengja væri um borð í flugvélinni og því veitti Pútín heimild til að hún yrði skotin niður. Þetta kemur fram í heimildarmyndinni „Pútín“ sem var sýnd í rússnesku sjónvarpi í gærkvöldi.

Í myndinni ræðir Pútín við blaðamanninn Andreij Kondrasjov og segir honum meðal annars að skömmu fyrir opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna hafi yfirmaður öryggismála í Sotji hringt í hann og sagt að flugvél, sem var á leið frá Úkraínu til Tyrklands, hafi verið rænt og að flugræninginn krefðist þess að vélinni yrði lent í Sotji. Svo ótrúlega vill til að Kondrasjov er talsmaður forsetaframboðs Pútín en Rússar kjósa forseta næsta sunnudag.

Í heimildarmyndinni kemur fram að flugmenn tyrknesku Boeing 737-800 vélarinnar hafi tilkynnt að einn farþeganna væri með sprengju og að flugvélin yrði að breyta um stefnu og fljúga til Sotji. 110 farþegar voru um borð. Á sama tíma voru um 40.000 samankomnir á leikvaningum í Sotji þar sem setja átti Ólympíuleikana.

Pútín segir að hann hafi leitað ráða hjá yfirmönnum öryggismála og þeir hafi sagt honum að samkvæmt neyðaráætlun fyrir mál sem þessi ætti að skjóta flugvélina niður.

„Ég sagði við þá: Fylgið áætluninni.“

Nokkrum mínútum síðar var aftur hringt í Pútín og hann upplýstur um að tilkynningin hafi ekki átt við rök að styðjast. Farþeginn hafi verið fullur og að flugvélin myndi halda fyrri stefnu til Tyrklands. Interfax fréttastofan segir að 45 ára úkraínskur farþegi hafi reynt að ræna flugvélinni og hafa sveiflað hlut sem áhöfnin taldi vera sprengju. Þetta reyndist vera poki með raftækjum.

Maðurinn reyndi að komast inn í flugstjórnarklefann en tókst það ekki. Hann var handtekinn eftir að flugvélin lenti á flugvelli nærri Istanbúl en honum hafði þá verið talin trú um að flugvélin væri á leið til Sotji.

Dmitrij Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, staðfesti frásögn Pútíns í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi