fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Óþokkar nota dróna til að ræna dópsala í Reykjavík

Heimildarmenn DV segja að það sé af sem áður var þegar virðing ríkti milli manna í undirheimunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. mars 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil harka hefur hefur færst í leikana í undirheimum Reykjavíkur að undanförnu. Þá er orðið sérstaklega algengt að einstaklingar í glæpastarfsemi séu að svíkja og ræna hver annan.

„Einn sem ég þekki var rændur öllu og það af félögum sínum. Meira að segja eldhúshnífarnir voru teknir,“ segir einn heimildarmaður DV.

Annar bætir við: „Já, svo hefur maður heyrt að menn séu að nota hitamyndavélar á drónum til að finna ræktunarstaði og svo ræna þá. Það er eiginlega enginn öruggur í dag. Þetta hefur breyst frá því að vera stríð við lögregluna í að vera í stríði hver við annan í þessum bransa. Kannski mögulega vegna aukins afskiptaleysis lögreglunnar.“

Ljósin og hitatækin sem eru notuð við kannabisræktun valda miklu útstreymi af heitu lofti sem er sýnilegt á hitamyndavélum, sérstaklega í frosti.

Þá er líka orðið algengt að spila á aðra með þeim hætti að gefa í skyn að kaup á varningi muni eiga sér stað en kaupandinn mæti þá vopnaður og reyni að hirða varninginn borgunarlaust.

„Þetta er áhugaverð þróun því lengi vel ríkti ákveðin virðing milli fólks í þessum bransa, fólk gerði sitt í friði og þekktist jafnvel ágætlega. En þetta virðist vera að breytast. Einstaklingar eru reiðubúnari til að svíkja og stela. Það er óljóst hverjar afleiðingarnar verða,“ segir annar þeirra.

Ljóst er þó að afleiðingarnar hafa nú þegar gert vart við sig því það orðið mun algengara að skotvopn, rafbyssur og skotheld vesti gangi kaupum og sölu samkvæmt öðrum heimildarmannanna. Honum hafði til að mynda verið boðin óskráð skammbyssa til sölu á 50 þúsund krónur og skothelt vesti á 15 þúsund krónur.

Líklegt er talið að aðgerðir og handtökur lögreglunnar á miðvikudag, sem beindust einna helst að Ægisíðunni í vesturbæ Reykjavíkur, tengist ósættis innan undirheimanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi