fbpx
Föstudagur 15.febrúar 2019
Fréttir

Stal fjórum milljónum frá Þroskahjálp en sleppur við fangelsi

Auður Ösp
Föstudaginn 9. febrúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 árs gamall karlmaður, Halldór Leví Björnsson var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa dregið að sér rúmlega 4,1 milljón af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Ákvörðun refsingar var hins vegar frestað og mun falla niður eftir þrjú ár haldi hann skilorð.

DV greindi fyrst frá málinu árið 2011.

„Þetta mál er alveg uppgert,“ sagði Halldór Leví í samtali við DV í nóvember árið 2011 en þá var greint frá að fjárdráttarmál hans hefði verið sent til rannsóknar hjá lögreglu. Fram kom að þáverandi stjórn Þroskahjálpar hefði uppgötvað ósamræmi í bókhaldi félagsins og það rakið aftur til fyrrverandi formanns félagsins.

Fram kemur í dómnum að Halldór Leví hafi á tímabilinu frá 23. apríl 2010 til 04. mars 2011, sem stjórnarmaður og prókúruhafi reikninga Þroskahjálpar á Suðurnesjum, dregið sér fé af reikningum Þroskahjálpar en samtals ráðstafaði hanní 58 færslum, þar af í 48 færslum árið 2010 og í 10 færslum árið 2011 til útborgunar í eigin þágu og fyrirtækis síns.

Millifærði hann fjármunina í gegnum heimabanka, lét millifæra í banka eða tók út í reiðufé og lagði eða lét leggja millifærslurnar inn á eigin reikning eða inn á reikning þáverandi einkahlutafélags síns, Blaðheima ehf,, samtals fjárhæð kr. 4.110.000

Halldór Leví játaði sök við þingfestingu málsins en hann hefur ekki áður verið sakfelldur fyrir refsivert brot.

Við ákvörðun refsingar verður meðal annars horft til þess að skömmu eftir að kæra var lögð fram í málinu þá endurgreiddi Halldór Leví alla þá fjármuni sem hann hafði dregið sér auk þess sem hann viðurkenndi skýlaust brot sitt við yfirheyrslu hjá lögreglu bæði 15. desember 2011 og 29. janúar 2015.

Einnig var tekið tillit til þess að hann kvaðst iðrast mjög gjörða sinna. Í síðari yfirheyrslunni veitti hann lögreglunni enn fremur skýringar á einstökum færslum og upplýsingar um afdrif allra þeirra fjármuna sem hann dró að sér.
Jafnframt var litið til þess að málsmeðferðin dróst mjög á langinn hjá lögreglu en það liðu rúm sex ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Engin skýring var gefin á þessum óhóflega drætti af háflu ákæruvaldins.

„Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði,“ segir í niðurstöðu dómsins en Halldór Leví er jafnframt gert að Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns að upphæð 527.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum