Mónika fékk fangelsisdóm fyrir að stela brók degi fyrir jól

Furðar sig á þyngd dómsins - Hundurinn borðar allar nærbuxur

Hundur Móniku sækir í nærbuxur hennar.
Dæmd Hundur Móniku sækir í nærbuxur hennar.

Mónika Atladóttir, Akureyringur á þrítugsaldri, var á dögunum dæmd í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir litlar sakir, að hennar mati. Hún stal svörtum nærbuxum, að verðmæti ríflega þúsund króna, í Lindex á Þorláksmessu á síðasta ári.

[[E75F11C217]]

Mónika furðar sig á þessum dómi í samtali við DV og segist hún hafa frekar búist við sekt þar sem hún viðurkenndi sök fúslega. Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra, kvað upp dóminn og segist hann átta sig vel á því að þetta sé þungur dómur fyrir litlar sakir. Hann hafi þó kveðið upp lægsta mögulega dóm sem lög leyfa.

[[5A36163780]]

Brókarlaus degi fyrir jól

Mónika segir það furðulegt að hafa fengið þennan dóm en hún kom af fjöllum þegar blaðamaður sagði henni að hún hefði verið dæmd fyrir þjófnaðinn og taldi að hún þyrfti einungis að greiða sex þúsund krónur í sekt. „Ég vissi að ég hafði verið kærð, mér var birt kæran. Þetta er glæpur og maður þarf að borga sekt. Þetta er samt svolítið út í hött þegar maður er að tala um nauðsynjavörur, í raun og veru. Ef ég hef ekki efni á að borga þúsund kall fyrir nærbuxur þá hef ég ekki efni á því að borga sex þúsund krónur í sekt,“ segir Mónika og hlær.

Hún segir að nærbuxurnar hafi raunar verið nauðsynjavara. Þannig er mál með vexti að hundur hennar sækist mikið í að borða nærbuxur hennar og var hún því brókarlaus degi fyrir jól. „Hundurinn minn er svo hrifinn af því að naga hluti úr bómull og nælonefnum. Þannig að ég verð alltaf mjög fljótt uppiskroppa með allt svona og ég er ekkert á sérstaklega háum launum, því ég er á féló,“ segir Mónika.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.