fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjöldi lögreglubíla við Strandgötu á Akureyri: Fimm handteknir

Auður Ösp
Föstudaginn 9. febrúar 2018 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst tveir einstaklingar voru handteknir í lögregluaðgerð í íbúðarhúsi á Akureyri fyrr í dag. RÚV greinir frá. Aðgerðin er sögð hafa verið umfangsmikil.

Fram kemur að lögreglumenn búnir skjöldum hafi brotist inn í húsið um 14 leytið í dag og fjöldi lögreglubíla hafi verið á vettvangi, bæði merktir og ómerktir.

Annar mannanna sem var handtekinn er sagður hafa komið margoft áður við sögu lögreglu.

Lögregla er enn á vettvangi en hefur engar frekari upplýsingar veitt um málið.

Uppfært kl.16.20.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að fimm einstaklingar hafi verið handteknir í aðgerðunum:

„Vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu í gærdag á karlmanni rúmlega þrítugum hafa 5 einstaklingar verið handteknir á Akureyri í dag. Í þessari aðgerð tóku þátt lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík og frá sérsveit Ríkislögregustjóra. Auk þessa voru framkvæmdar húsleitir á nokkrum stöðum og höfum við notið stuðnings tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við þá vinnu.

Flestir hinna handteknu hafa komið áður við sögu hjá lögreglu ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. Hinir sömu hafa verið færðir til vistunar í fangageymslur lögreglu, en yfirheyrslur munu standa yfir fram á nótt og verður síðan framhaldið í fyrramálið. Í fyrramálið verður tekið ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir einhverjum hinna handteknu, slíkt fer eftir framvindu rannsóknarinnar.

Rannsókn málsins er á frumstigi og vegna rannsóknarhagsmuna er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat