Fréttir

Ástand Hinrik prins mjög alvarlegt: Krónprinsinn í flýti af ÓL

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. febrúar 2018 09:22

Heilsu Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, fer nú sífellt hrakandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku krúnunni. Til merkis um hversu slæmt ástandið er hefur Friðrik krónprins stytt dvöl sína í Suður Kóreu þar sem hann var í erindagjörðum vegna Vetrarólympíuleikanna.

Nákvæmar upplýsingar um heilsufar Hinriks liggja ekki fyrir en danskir fjölmiðlar áætla að ástandið sé mjög slæmt. Mette Hybel, menningarrýnir hjá dagblaðinu DB, segir: „Þetta er í fyrsta sinn sem krúnan svo alvarlega yfirlýsingu um heilsufar Hinriks.“

Fékk lungnabólgu í Egyptalandi

Hinrik, sem er 83 ára gamall, hefur dvalið á Rigshospitalet sjúkrahúsinu síðan í lok janúar og gengist undir ýmsar rannsóknir. 2. febrúar gaf krúnan út fréttatilkynningu um að fundist hafi æxli í vinstra lunga en síðan hefur komið í ljós að það æxli var góðkynja. Þá hefur prinsinn gengist undir meðferð vegna lungnasýkinga og lungnabólgu. Talið er að hann hafi veikst á ferðalagi í Egyptalandi í janúar og farið á spítala strax eftir komuna heim til Danmerkur.

Prinsinn var mikið í fjölmiðlum sumarið 2017 vegna yfirlýsinga hans um að hann vildi ekki vera jarðaður við hlið Margrétar og hann væri afskiptur í konungshöllinni. Í ágúst var hann lagður inn á sjúkrahús vegna sársauka í fótlegg og í september gaf krúnan út yfirlýsingu um að hann væri hrjáður af elliglöpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aurskriða féll á Akureyri

Aurskriða féll á Akureyri