Fréttir

Ásta rænd um miðja nótt á Landspítalanum

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 15:00

Ásta Ottesen, 61 ára öryrki, varð fyrir þeirri ólukku á dögunum að einhver fantur rændi síma hennar meðan hún svaf værum svefni á Landspítalanum. Ásta hefur eðli máls samkvæmt lítið fé á milli handanna og er þetta því talsvert tjón fyrir hana. Hún furðar sig á viðbrögðum bæði spítalans og lögreglu. Að hennar sögn firrar spítalinn sig allri ábyrgð og lögregla virðist leggja lítið kapp á að finna símann þó allar líkur séu á að ungur maður sem lét sig hverfa um nóttina af spítalanum hafi tekið símann.

„Ég hef verið að glíma við heilsubresti undanfarin ár en hef verið heldur verri frá því í september og lönguorðið tímabært að fara á spítala sem ég gerði svo. Ég var þar í 14 daga í þokkalegu yfirlæti. Nú er rúm vika síðan ég kom heim og skrefin eru eitt eða tvö áfram og svo eitt skref til baka, eins og gengur. Á spítalanum var ég rænd flotta símanum mínum, Samsung 7 Edge, um miðja nótt. Síminn er gulllitaður í engu hulstri,“ segir Ásta.

Ásta segist tryggð en hún muni þó ekki fá þetta tjón bætt. „Spítalinn segir að engin ábyrgð sé tekin á eigum nema þær séu geymdar í læstri geymslu. En ég var að hlusta á tónlist í símanum sem á að hjálpa mér að sofna. Tryggingarnar borga ekki vegna þess að ekki var brotist inn, engar sjáanlegar afleiðingar innbrots. Núna eru komnir um tíu dagar af þeim tuttugu sem Vodafone er að rekja símann, það er að segja ef það verður kveikt á honum væri hægt að vita hvar hann er,“ segir Ásta.

Þóra Björk Ottesen, dóttir Ástu, segir í samtali við DV að þó þær mæðgur hafi ekki beinar sannanir þá telji þær líklegast að ákveðinn sjúklingur, ungur karlmaður, hafi stolið símanum. „Þessi sjúklingur var í öðru herbergi og kom inn í herbergi mömmu og konunnar sem var í sama herbergi og hún. Sá tók símann og veski af herbergisfélaga mömmu, sem var bara með kortum sem betur fer, fór svo og útskrifaði sig um 02:30 um nóttina. Við höfum engar sannanir aðrar en að þessir hlutir hurfu sömu nótt og þessi drengur fer,“ segir Þóra og bætir við þær hafi bent lögreglu á þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Fréttir
Í gær

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Í gær

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli