fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vírusum rignir niður á jörðina úr gufuhvolfinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segja að milljörðum og aftur milljörðum af vírusum á fermetra sé beinlínis sópað upp í gufuhvolfið áður en þeim rignir niður á jörðina. Vírusarnir berast upp í gufuhvolfið með lífrænum ögnum í lofti og gasi. Vírusunum rignir síðan niður á jörðina. Þetta getur skýrt af hverju vírusar, sem eru erfðafræðilega eins, finnast stundum í órafjarlægð frá hver öðrum.

Sky-fréttastofan segir að vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada og Spáni hafi rannsakað þetta og þeir hafi mælt magn eða fjölda vírusa sem berast upp í gufuhvolfið með þessum hætti. Þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er mælt. Eins og fyrr sagði er fjöldinn mikill og telur milljarða af vírusum.

Vírusarnir og einnig bakteríur komast ekki alla leið upp í heiðhvolfið en fara samt sem áður hátt upp í veðrahvolfið þar sem þeir geta ferðast þúsundir kílómetra áður en þeim rignir aftur niður á jörðina.

Haft er eftir vísindamönnum að lifandi sjúkdómsveirur geti borist upp í gufuhvolfið á þennan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga