fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fór dópaður í gegnum tollinn í Keflavík: „Fulltrúinn brosti vinalega til okkar og spurði einskis“

Kannabismenning Íslands umfjöllunarefni á bandarískum áróðursmiðli – Greinarhöfundur lýsir leit sinni að dópi á skemmtanlífinu í miðborginni

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jafnvel á Íslandi er algengt að kannabis tengi fólk saman.“ Þetta ritar bandaríski blaðamaðurinn Jonah Tacoma í furðulegri grein sem birtist á vefnum Dope Magazine, miðli sem virðist hafa það markmið að ýta undir umræður um lögleiðingu kannabis. Svo virðist sem Tacoma hafi ferðast sérstaklega til Íslands til að rannsaka kannabismenninguna í höfuðborginni en í greininni nafngreinir hann bæði skemmtistaði í miðborginni og einstaklinga sem urðu á vegi hans í leitinni að efninu.

Jonah tekur fram að ennþá sé ólöglegt að rækta og neyta kannabisefna (maríjúana) á Íslandi. Refsingin fyrir vörslu kannabis sé þó orðin mildari og takmarkist eingöngu við sekt. Hann fullyrðir því næst að kannabisneysla sé hvergi meiri en á Íslandi miðað við höfðatölu. Hann lýsir ferðalaginu til Íslands frá Bandaríkjunum.

„Ég fór í gegnum töskuna mína áður en vélin lenti og leitaði að tveimur súkkuliðabitakökum sem urðu að vera étnar áður en við færum í gegnum tollinn,“ ritar greinarhöfundur og kveðst þvínæst hafa komist klakklaust í gegnum tollinn á Keflavíkurflugvelli. „Tollfulltrúinn brosti vinalega til okkar og spurði einskis þegar hann stimplaði vegabréfið.“

Hann lýsir því næst ferðalaginu áleiðis til Reykjavíkur.

„Klukkan var hálfsjö að morgni og við ókum í gegnum landslag sem helst minnti á reikistjörnuna Mars, eyðilegt umhverfi eldsumbrota. Víkingarnir sem lögðu undir sig svæðið höfðu eytt öllum trjám af eyjunni og allt varð umhverfið súrrealískt þegar 250 milligramma kökurnar fóru að hafa sín áhrif.“

Þá segir greinarhöfundur að ef kannabis væri fáanlegt á Íslandi,þar sem loftslagið er kalt og landið hrjóstugt,þá sé ljóst að framboðið myndi vera af skornum skammti og verðlagið hátt. Ísland sé nefnilega eitt dýrasta land í heimi.

„Birgðirnar voru af skornum skammti, við vissum að myndum þurfa að finna gras sem fyrst,“ ritar hann. „Við runnum blint í sjóinn og afréðum að kíkja á skemmistaðina í miðbæ Reykjavíkur til að verða okkur úti um gras. Eftir að hafa tekið saman stuttan lista þá síuðum við út staðina og komust að lokum að þeirri niðurstöðu að Lebowski Bar myndi vera besti kosturinn.“

Þá ritar Jonah að eftir samtal við barþjónn á staðnum hafi viðkomandi bent honum á annan skemmtistað í nágrenninu.

„Farðu á Dillon og stattu úti í portinu þangað til þú finnur lyktina,“ sagði hann og blikkaði mig þvínæst eins og hann vildi koma mér í skilning um að hann væri í sama hópi og ég.“

Jonah kveðst hafa heimsótt Dillon rúmlega sólarhring síðar og fylgt leiðbeiningunum sem honum voru gefnar kvöldið áður. Þar hafi hann komist í kynni við „hávaxinn, gráhærðan, skeggjann mann á fimmtugsaldri“ sem hafi gefið honum jónu. Segir hann manninn hafa kynnt sig sem Paul Paulson frá Íslandi.“ Segist hann hafa spurt Íslendinginn um kannabismenninguna hér á landi og fengið þau svör að „um væri að ræða samfélags einstaklinga sem hjálpa hvor öðrum og sumir reyna að hjálpa sér sjálfir með því að rækta kannabis og selja það.“

Höfundurinn fullyrðir þvínæst að kannabis færi fólk saman á Íslandi.

„Hérna vorum við, tveir einstaklingar á ólíkum aldri og af sitthvoru þjóðerni en báðir meðlimir samfélags sem lítið er talað um en teygir anga sína víða og býður alla velkomna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“