fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Anton Örn mun ekki ganga laus

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður, Anton Örn Guðnason, var úrskurðaður af Landsrétti í áframhaldandi gæsluvarðhald eftir hann áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Sá dómur var kveðinn upp í lok janúar en þar var honum gert að sæta fimm og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun fyrir að stinga mann í kviðinn að kvöldi 3. október á síðasta ári. Réðst hann inn á heimili fórnarlambsins í slagtogi við tvo aðra menn og voru þeir vopnaðir hnífum og mace-brúsum.

Annar mannanna var dæmdur í Héraðsdómi til að sæta 22 mánaða fangelsisvist fyrir líkamsárás fyrir að berja fórnarlambið með gítar. Þriðji maðurinn hlaut styttri dóm í ljósi þess að hann hafði sig minnst frammi. Mennirnir sögðust hafa verið staddir á heimili fórnarlambsins í þeim erindagjörðum að rukka inn 2 milljón króna skuld, en gáfu þeir honum að sök að hafa stolið fíkniefnum af Antoni Erni.

Fjórði aðili var svo sýknaður fyrir þátt sinn að málinu en honum var gefið að sök að hafa aðstoðað hina þrjá að komast inn á heimili fórnarlambsins en ekki þótti sannað að hann hafi átt frekari aðild að líkamsárásinni sjálfri. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu þegar litið væri til alvarleika brotsins væri það í þágu almannahagsmuna að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat