fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vann milljarða í lottó – Fær ekki vinninginn því hún vill ekki láta birta nafn sitt opinberlega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eflaust mikil gleði sem fylgir því að vinna stóra vinninginn í lottó en það getur líka haft ákveðnar aukaverkanir í för með sér. Bandarísk kona er í erfiðri stöðu núna eftir að hún vann stóra vinninginn í lottó nýlega, engan smá vinning því hún vann 560 milljónir dollara en það svarar til um 56 milljarða íslenskra króna. Konan vill ekki láta opinbera nafn sitt í tengslum við vinninginn en sá galli er á gjöf Njarðar að samkvæmt reglum lottósins þarf að opinbera nöfn þeirra sem vinna svona stóra vinninga.

NewHampshire.com skýrir frá þessu. Þar segir að konan búi í Merrimack í New Hampshire og hafi unnið stóra vinninginn í janúar. En einhversstaðar segir að hamingja fylgi ekki alltaf peningum og það á kannski við í þessu máli. Konan vill ekki láta opinbera nafn sitt og heimilisfang en án þess fær hún vinninginn ekki greiddan út.

„Hún hefur búið í New Hampshire um árabil og er tekur virkan þátt í lífinu í nærsamfélaginu. Hún vill gjarnan halda því áfram og geta farið út í búð eða tekið þátt í opinberum atburðum án þess að þekkjast sem konan sem vann hálfan milljarð dollara.“

Sagði lögmaður hennar, Steven Gordon, í samtali við blaðið.

Konan hefur nú stefnt lottófyrirtækinu fyrir dóm og krefst þess að fá vinninginn greiddan út en njóta um leið nafnleyndar. Charlie McIntyre, forstjóri lottófyrirtækisins, segist skilja að konan vilji njóta nafnleyndar en vill þó halda sig við gildandi reglur.

Þessar reglur eru tilkomnar til að koma í veg fyrir að svindlað sé í lottóinu og að hluta til að auglýsa það. Það er þó mögulegt að láta einhver annan skrifa sig fyrir vinningnum eða með því að láta félag eða sjóð vera eiganda miðans, þá nýtur hinn rétti eigandi nafnleyndar. En konan hafði skrifað nafn sitt á miðann og því er ekki hægt að breyta. Í málsskjölum kemur fram að hún segi undirskriftina vera „stór mistök“.

Konuna dreymir um að búa áfram í New Hampshire og halda áfram að lifa lífi sínu eins og hún hefur gert fram að þessu. Draumur hennar er að stofna góðgerðarsjóð sem geti látið gott af sér leiða í heiminum. Lögmaður hennar segir að hún vilji þó sjálf halda sig alveg til hlés og aðeins fylgjast með starfi sjóðsins úr fjarlægð.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að konan vilji njóta nafnleyndar því í Bandaríkjunum eru mörg dæmi um að fólki, sem hefur unnið stóra lottóvinninga, hafi verið hótað, reynt að kúga fé út úr því og það jafnvel myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“