Fréttir

Sveinn Gestur hraunar yfir forstöðumann Litla-Hrauns: „Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fangelsi fyrir slæma hegðun þriggja fanga“

Sveinn Gestur Tryggvason laumast á netið og hraunar yfir forstöðumann Litla-Hrauns

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 17:00

Óhætt er að segja að Sveinn Gestur Tryggvason, sem situr af sér dóm vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar, vandi Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni á Litla-Hrauni, ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni. Sveinn Gestur má ekki vera á netinu en virðist hafa komist í 4G-samband á Hólmsheiði þangað sem Halldór flutti Svein Gest nýverið. Sveinn Gestur segir forstöðumanninn „tuskumenni“ og „heigul“. Fangar fóru nýverið í verkfall, lögðu niður störf og hættu að mæta til náms, þar sem Halldór lokaði íþróttasalnum og takmarkaði heimsóknir barna. Það gerði Halldór vegna árásar þriggja fanga á 18 ára hælisleitanda. Er nú öllum föngum refsað fyrir ofbeldi hinna. Sveinn Gestur er sagður vera einn þeirra sem hafa mótmælt refsiaðgerðum Halldórs Vals einna háværast ásamt Berki Birgissyni en þeir áttu hvorugur þátt í árásinni.

Baldur og Trausti höfðu sig mest í frammi

DV fjallaði um líkamsárásina gegn hælisleitandanum unga í síðustu viku. Fórnarlambið, Marokkói, var í haldi vegna ítrekaðra tilrauna til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Hann var að spila körfubolta í íþróttahúsi fangelsisins þegar árásin átti sér stað.

Sveinn Gestur tjáði sig um yfirmann fangelsisins á Facebook en hann sagði:

„Þetta er smámennið hann Halldór Valur Pálsson. Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fangelsi fyrir slæma hegðun þriggja fanga. Halldór er tuskumenni og heigull. Halldór er búinn að láta flytja mig tvisvar sinnum á innan við viku. Fyrst tvístraði hann ganginum mínum og sendi mig og nokkra vini mína alla á sitthvorn ganginn.

Síðan í dag sendi hann mig og einn þessara vina minna á Hólmsheiði. Það hefur enginn getað gefið okkur nokkra útskýringu á þessum tilefnislausu flutningum, en það er samt ágætt að vera kominn hingað þar sem er svo gott 4g samband og auðvelt að komast í tölvu.

Ef þið sjáið Halldór einhverstaðar, skilið þá kærri kveðju frá mér og þakkið honum fyrir flutninginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Fréttir
Í gær

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Í gær

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli