fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bill Gates óttast dauða tug milljóna á næstu árum

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvort sem það yrði af náttúrunnar hendi eða aðilum tengdum hryðjuverkastarfsemi, er það mat sérfræðinga í smitsjúkdómum að veira að þessu tagi gæti orðið meiri en 30 milljón manns að bana á innan við ári. Þeir telja að það sé raunsær möguleiki að slíkur faraldur gæti komið upp á næstu 10-15 árum.”

Þetta er mat Bill Gates, stofnanda Microsoft, sem birtist á vef Business insider ekki alls fyrir löngu. Greinina skrifaði hann í ljósi þess að mikið hefur verið skorið niður í fjárstuðningi til forvarna á þessu sviði. Þetta veldur Gates miklum áhyggjum en hann hefur sjálfur ásamt konu sinni, Melindu, gefið gífurlegt magn fjármuna til hjálparstarfs um allan heim, þá ekki síst til þeirra landa sem komu hvað verst út úr E-bólu faraldrinum. Hann geisaði í Vestur-Afríku árunum 2014 til 2016 og varð meira en 11 þúsund manns að bana.

Í kjölfar þess alheimsótta sem E-bólu faraldurinn olli kom Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (e. US Centres for Disease Control and Prevention) á laggirnar herferð sem snerist um efla ekki bara forvarnir heldur viðbrögð stjórnvalda og almennings til að bregðast við þess konar sóttum á sem skjótasta máta.

Þykir það geta breytt öllu þegar það kemur smithraða slíkra sjúkdóma og komið í veg fyrir þær hrikalegu afleiðingar sem þeir gætu valdið. Ef að fer sem fer munu samtökin draga seglin í 39 af þeim 49 löndum sem þau starfa í nú á innan við ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“