fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Thelma er ólétt og í námi: Segir verðandi foreldrum mismunað við HÍ

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta mun hafa veruleg áhrif á einkunnagjöf mína, og stend ég nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég þurfi að segja mig úr áföngum, þar sem ekki er hægt að koma til móts við mig,“ segir Thelma Rut Jóhannsdóttir, verðandi móðir og nemandi á öðru ári í íþróttafræði – og heilsufræði við Háskóla Íslands en hún kveðst vera í erfiðri stöðu sem barnshafandi kona í háskólanámi. Deildin veitir henni ekki undanþágu frá mætingu til að sækja nauðsynlega tíma tengda meðgöngunni og missi Thelma af prófi vegna aðstæðna sinna er ekki víst að sjúkrapróf verði í boði. Falli hún í náminu getur það haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu hennar.

Thelma skipar 2. sæti á lista Röskvu á Menntavísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í pistli sem birtist á vef Vísis bendir Thelma á það að sem verðandi móðir þarf hún reglulega að mæta í bókaða tíma í mæðravernd.

Skólinn veitir hins vegar engar undaþágur frá mætingu í ákveðna áfanga. Verðandi móðir á vinnumarkaði hefur hins vegar mun meira svigrúm til að fara í nauðsynlega tíma sem tengjast meðgöngunni. Thelma er því á milli steins og sleggju en ef hún segir sig úr umræddum áföngum þá munu námslán hennar hjá LÍN skerðast.

Thelma Rut Jóhannsdóttir. Ljósmynd/ Emil Örn Kristjánsson.
Thelma Rut Jóhannsdóttir. Ljósmynd/ Emil Örn Kristjánsson.

„Von er á barninu í lok mars, tveimur vikum fyrir upplestrarfrí, og ef ég missi af prófi er ekki hægt að stóla á að sjúkrapróf séu í boði.

Þar af leiðandi er ég fallin ef ég missi af einu prófi og ég gæti misst lánið mitt hjá LÍN ef ég fell í fleiri áföngum. Þá er ég einnig á lista til að fá stúdentaíbúð og ekki má mikið út af bregða svo ég falli af biðlistanum þar,“

ritar Thelma og setur um leið spurningamerki við hvort jafnrétti ríki til náms við HÍ. Samkvæmt gildandi lögum um jafna stöðu kynjanna telst það ekki mismunun að taka sérstakt tillit til þarfa kvenna á meðgöngu og við barnsburð.

„Að mínu mati er jafnrétti kynja ekki enn tryggt, og staða verðandi foreldra veik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína