fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Það er dýrt að finna eiginkonu í Kína – Getur kostað háar fjárhæðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið ójafnvægi er á milli kynjanna í Kína en þar eru karlar um 60 milljónum fleiri en konur. Það reynist því mörgum körlum erfitt og dýrt að finna sér konu. „Brúðarverð“, sem brúðguminn og foreldrar hans greiða hinni verðandi brúði fyrir brúðkaupið er nú víða um landið orðið mjög hátt og fer sumstaðar í sem nemur um 5 milljónum íslenskra króna.

Fyrir nokkrum árum var þessi upphæð almennt sem nemur 30.000 til 50.000 íslenskum krónum. The Economist skýrir frá þessu.

Ein af aðalástæðunum fyrir þessu er hið mikla ójafnvægi sem er í kynjahlutföllunum. Þetta ójafnvægi á að mestu rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að taka upp eins-barns stefnuna 1979 en með henni var fólki meinað að eiga meira en eitt barn. Þetta hafði í för með sér að fólk vildi heldur eignast syni en dætur og því voru stúlkubörn of borin út. Ástæðan fyrir þessum vilja til að eiga frekar syni en dætur er að samkvæmt kínverskum hefðum þá hugsar tengdadóttirin um tengdaforeldra sína og verður hluti af tengdafjölskyldunni þegar hún flytur til hennar. Eftir standa foreldrar hennar án nokkurs til að annast þau í ellinni.

Í Kína er til orð yfir ókvænta karlmenn eldri en 30 ára en það er „Shengnan“ en það þýðir „afgangs karlmaður“. Þeim hefur fjölgað mikið vegna eins-barns stefnunnar.

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi nú fallið frá eins-barns stefnunni mun taka langan tíma að ná betra jafnvægi á kynjahlutföllunum.

En hið hækkaða „brúðarverð“ er einnig hægt að skýra með aðgerðum kvenna því í Kína er velþekkt að konur gifti sig „upp“, það er að segja giftist körlum úr efri lögum samfélagsins. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir karlinn og fjölskyldu hans að sýna að þau séu ekki fátæk og það er hægt að sýna með því að greiða hátt „brúðarverð“.
Margir karlar og fjölskyldur þeirra spara því árum saman til að þeir geti kvænst til að tryggja að fjölskyldan lifi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“