fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fantur rændi Jörmund – Ungur maður reyndi að elta hann uppi en þjófurinn slapp á ótrúlegan hátt

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörmundur Ingi Hansen er fyrrum allsherjargoði Ásatrúarfélagsins og núverandi forstöðumaður Reykjavíkurgoðorðs og er einnig mörgum tískuspekúlentum að góðu kunnur en hann hefur um árabil rekið fatamarkað í kjallaranum á Laugavegi 25 og selt þar herraföt sem hann hefur sankað að sér með ýmsum hætti. Á sunnudaginn lenti hann í þeirri ólukku að misindismaður rændi hann í fatamarkaðnum og er hann því 150 þúsund krónum fátækari.

„Ég var að afgreiða þarna í fatamarkaðnum á Laugaveginum og þá kom inn maður, útlendingur, ég er svo sem ekki alveg klár frá hvaða landi hann er. En hann hefur komið oft áður og ég hef alltaf haft gát á honum, því hann hagaði sér eins og þeir haga sér sem eru að reyna að stela. Auðvitað afgreiðir maður fólk og veitir fulla þjónustu þó manni gruni eitthvað. Hann var búinn að vera þarna lengi og það var fólk þarna inni að versla,“ lýsir Jörmundur í samtali við DV.

Hrottinn hvarf í verslun

Hitt fólkið í verslunin afhenti honum tíu þúsund krónur fyrir vöru og fór svo. Þá var Jörmundur einn eftir í búðinni með ódáminum. „Ég var með frekar mikla peninga í vasanum því ég var á leið í banka til að leysa út gjaldeyri, ég er að fara til útlanda. Ég ætlaði að koma þessum tíu þúsund krónum fyrir í peningaklemmuna mína sem ég var með í vasanum. Þá segir þessi: „Heyrðu, leyfðu mér að hjálpa þér“ og þrífur alla peningana úr höndunum á mér og hleypur upp stigann,“ segir Jörmundur.

Sögunni er þó ekki lokið þar því ungur maður aðstoðaði Jörmund við að elta upp þjófinn. „Ég verð nú að játa það að ég var nú ekki fljótari að hugsa en það, að hann var kominn upp í miðjan stigann þegar ég áttaði mig. Ég hljóp á eftir honum en það var ungur maður sem horfði inn eftir ganginum og ég hrópaði á hann: „Sástu einhvern mann hlaupa hér út?“ Hann sagðist hafa séð hann hlaupa upp Klappastíginn og þá snerist hann á hæl og hljóp á eftir honum. Ég reyndi nú að hlaupa af veikum mætti en var í svolítið þungum skóm, út af veðri, en sá þá ekki,“ segir Jörmundur.

Hann segist hafa hringt í lögregluna og tilkynnt þjófnaðinn. „Ég gerði það nú kannski ekki vegna þess að ég byggist við að fá peningana heldur vegna þess að ég hafði áhyggjur af þessum unga manni, að hrottinn myndi ráðast á hann og lemja. Svo þegar lögreglan er ný komin þá kemur þessi ungi maður aftur og þá hafði hann elt manninn niður í bæ, þar sem hann hafði farið inn í matvöruverslun og þar hvarf hann. Þá kom í ljós að það eru aðrar dyr á versluninni og hann mun hafa komist út þar,“ segir Jörmundur.

Fullviss um að fanturinn finnist

Jörmundur segist fullviss um að fanturinn finnist þar sem hann hafi sést vel á eftirlitsmyndavélum téðrar verslunar. Kristján Unnar Ellertsson hjá ORG Ættfræðiþjónustu hefur kom á stað söfnun fyrir Jörmund, en Jörmundur hefur sinnt rannsóknum fyrir ORG undanfarin misseri og fyrrnefnd utanlandsferð hans er á þeirra vegum.

Að vísu segist Jörmundur ekki kæra sig um ölmusu í samtali við DV en Kristján Unnar virðist þó ætla láta það eins og vind um eyru þjóta. „Hann kemur til okkar og er að rekja ættir víkinga og konunga frá árinu 1000 með okkur. Ég skrifa það inn, og hjálpa honum líka að finna nýjar tengingar,“ segir Kristján Unnar hjá ORG í samtali við DV en hann er ábyrgðarmaður fyrir styrktarreikningnum.

„Hann er ótrúlega yndislegur, það er alltaf svo gaman að vera með honum og góður húmor. Þannig að ég vildi gera þetta fyrir hann, vegna leigunnar og Danmerkurferðarinnar. Þetta er verulega slæmt mál,“ segir Kristján sem kveðst vilja sjá Jörmund fá tjónið endurbætt. „Við í ORG viljum efla til söfnunar til þess að geta styrkt samstarfsmann okkar, meðal annars til að tryggja það að hann eigi leigu nokkra mánuði aftur í tímann og geti athafnað sig í Danmörku til að sinna þeirri rannsókn sem lagt var upp með.“

Þeir sem hafa áhuga á að leggja söfnunni lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning:

Rkn.: 0115 05 062687
Kt. : 190296-2299

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi