fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Foreldrarnir fóru með myndir í framköllun – Það var upphafið á 10 ára martröð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 06:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um 10 árum fóru Lisa og A.J. Demaree, frá Peoria í Arizona í Bandaríkjunum, með minniskort, með myndum af dætrum þeirra þremur, í framköllun í Walmart verslun í heimabæ þeirra. En þau höfðu enga hugmynd um þá miklu martröð sem beið þeirra í kjölfarið.

Washington Post skýrir frá þessu. Tæpum sólarhring eftir að þau skiluðu minniskortinu í verslunina var lögreglan mætt heim til þeirra.

Þetta var árið 2008 en þá voru dætur þeirra hjóna eins og hálfs árs, fjögurra og fimm ára. Fjölskyldan hafði farið í frí til San Diego og eins og „sönnum“ foreldrum sæmir voru teknar myndir af dætrunum í gríð og erg allt fríið. Þar á meðal þar sem þær voru saman í baði að leika sér.

Það voru einmitt þessar myndir af dætrunum í baði sem komu ótrúlegri atburðarrás af stað. Starfsmaður Walmart taldi myndirnar vera klámfengnar, barnaklám. Á þeim mátti sjá systurnar sveipaðar handklæðum og haldandi utan um hver aðra. Á einni myndinni sáust afturendar systranna.

Demaree hjónin sögðu lögreglunni að hér væri einungis um saklausar fjölskyldumyndir að ræða, dæturnar hefðu verið að fíflast og að myndir sem þessar væri líklegast að finna í mörgum fjölskyldumyndaalbúmum.

En lögreglan og starfsfólk félagsmálayfirvalda var ekki sannfært og rannsókn hófst á málinu. Rannsakað var hvort stúlkurnar hefðu sætt kynferðislegu ofbeldi. Húsleit var gerð á heimili fjölskyldunnar og systrunum var komið í fóstur í einn mánuð á meðan foreldrar þeirra, vinir og ættingjar voru yfirheyrð.

Málið var síðan látið niður falla þar sem mat yfirvalda var að hér væri um saklausar fjölskyldumyndir að ræða en ekki barnaklám. Demaree hjónin ákváðu í framhaldinu að fara í mál við félagsmálayfirvöld og sögðu þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Fyrir skömmu dæmdi alríkisdómstóll þeim í vil í málinu og staðfesti að systurnar hefðu verið teknar af foreldrum sínum án nokkurrar ástæðu. Áður höfðu nokkrir dómstólar sýknað yfirvöld.

Þessi 10 ára hafa verið sannkölluð martröð fyrir fjölskylduna. Þrátt fyrir að þau væru hvorki handtekin né ákærð fyrir brot þá var Lisa vikið úr starfi í skólanum, sem hún starfaði í, í heilt ár á meðan rannsókn stóð yfir. Nöfn hjónanna voru einnig á opinberri skrá yfir kynferðisbrotamenn um langa hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“