fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sverrir segir stefnt að útrýmingu gyðinga á Íslandi: „Óþarfa pynting á varnarlausum sveinbörnum“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður Félags múslíma á Íslandi, sparar ekki stóru orðin á Pírataspjallinu en þar segir hann að markmið frumvarps á Alþingi um að banna skuli umskurð drengja sé lævís tilraun til að banna gyðinga á Íslandi. Sverrir segir að frumvarpið sé flutt af landsliðinu í lýðskrumi. Flutningsmenn þess eru níu þingmenn úr röðum Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Flokks fólksins og Pírata.

„Judenfrei“

Umskurður drengja tíðkast víða meðal múslíma en Sverrir setur málið fyrst og fremst í samhengi við gyðingdóm. „Af umræðunni þessa daganna má halda að yfirvofandi sé árás á íslenska smádrengi og þeir umskornir í langri röð þegar um er að ræða smávægilegt inngrip lítils trúarhóps á fremrihluta forhúðar eigin meðlima. Fyrir gyðinga er þetta lykilatriði í samningi þeirra við Skaparann og er staðfesting á tilveru þeirra. Ætla Íslendingar upp á eigin spýtur að gera Gyðingdóm ólöglegan? Hér ráðast menn hver um annan þveran að úthýsa gyðingum að eilífu frá Íslandi með því að taka undir populítískan gerning þeirra vægast greindu á þingi – og gera Ísland á lævísan hátt -JUDENFREI!,“ skrifar Sverrir og vísar til orðalags nasista um svæði þar sem enga gyðinga væri að finna.

Sverrir segir að umskurður stúlkna og drengja sé á engan hátt sambærilegur. „Það er eiginlega þyngra en tárum taki að sjá umskurð stúlkna og drengja nefndan í sömu andrá. Ef eistu drengjanna væru fjarlægð en ekki hluti forhúðarinnar væri samanburðurinn lögmætur. Þetta frumvarp kastar rýrð á baráttuna fyrir glæpavæðingu á umskurði kvenna og er flutt af landsliðinu í populisma. Er ekki rökrétt næsta skref að gefa út kæru á þá gyðinga sem hingað slægjast í millilendingum og handtaka þá fyrir þátttöku í „viðurstyggilegum glæpum“,“ skrifar Sverrir.

„Óþarfa pynting“

Í kjölfar innleggs Sverris hófust talsverðar umræður í Pírataspjallinu og sitt sýndist hverjum en flestir voru þó á því máli að bann á umskurði drengja væri hið besta mál. „Blablabla bæta má böl með því að benda á eitthvað verra. Þetta er samt óþarfa pynting á varnarlausum sveinbörnum sama hvernig að reynt er að afsaka þetta. Reyndu svo ekki að draga upp gyðingahatursspjaldið… aumkunarvert,“ skrifaði til að mynda Ari Egilsson.

Annar maður, Þórir Karl, segir Sverri tala fyrir ofbeldi gegn börnum. „Frekar dapurt þegar fullorðinn einstaklingur talar með ofbeldi gagnvart börnum (eða smádrengi einsog þú orðar það), þú getur ekki falið þig á bakvið trúarrit. Mæli með að þú endurskoðir hvað þú ert að segja,“ skrifaði Þórir.

Einar Steingrímsson stærðfræðingur er annar þeirra fjölmörgu sem gagnrýna Sverri: „Að einhver trúarsöfnuður líti svo á að hann geti ekki iðkað trú sína nema með því að limlesta börn er ekki röksemd fyrir því að leyfa limlestingarnar, Sverrir. Það er augljóst af samanburðinum við umskurð stúlkna, sem þú myndir væntanlega ekki fallast á að væri í lagi þótt einhver söfnuður héldi fram að væri nauðsynlegt trúariðkun hans. Þetta er sem sagt rökleysa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“