fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Grunur um stórfelld undanskot eigna og þjófnað úr félagi Sigurðar Kristinssonar

Situr í gæsluvarðhaldi útaf skáksmyglsmálinu – Úrskurðaður persónulega gjaldþrota

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 05:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins nú í morgun.

Undanfarið hefur Sigurður Kristinsson, sem átti félagið ásamt föður sínum og bróður, stýrt félaginu eða allt þar til hann stakk af til Malaga á Spáni á síðasta ári. Sigurður var sjálfur úrskurðaður persónulega gjaldþrota um miðjan janúar.

Í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins kemur fram að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hund­ruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið er þó ekki enn komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnasmygli frá Spáni í máli sem kom upp á yfirborðið þegar sérsveit lögreglunnar braust inn í Skáksamband Ísland í byrjun árs. Enginn starfsmaður Skáksambandsins er grunaður um aðild að málinu en þangað hafði borist pakki í pósti sem reyndist innihalda um 8 kílógrömm af fíkniefnum.

Um svipað leyti bárust fréttir af því að eiginkona SIgurðar, Sunna Elvira Þorkelsdóttir, hefði fallið milli hæða á heimili þeirra í Malaga og lægi lömuð á sjúkrahúsi þar í borg. Var Sigurður handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Síðar kom í ljós að hann er talinn tengjast fíkniefnasmyglinu. Yfirgaf hann Spán í kjölfarið og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna smyglmálsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus