fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

26 ára kona hélt lúxusbrúðkaup og bauð öllum frítt flug og gistingu: Síðan kom sannleikurinn um skjótfengin auðæfi hennar upp á yfirborðið

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára kona, Christine Tupu, hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt. Tupu þessi var ákærð fyrir að stela 341 þúsund Ástralíudölum, tæpum 27 milljónum króna, frá fyrrverandi vinnuveitendum sínum.

Vinnuveitendurnir sem um ræðir voru Electrolux og Toll, en fjárdrátturinn fór þannig fram að hún bað viðskiptavini um að borga skuldir inn á reikning hennar og eiginmanns hennar, í stað þess að greiða þær inn á reikninga fyrirtækjanna.

Óhætt er að segja að Tupu hafi notið lífsins til hins ítrasta meðan á fjársvikunum stóð. Tupu, sem er frá Queensland, bauð til dæmis vinum og vandamönnum í glæsilegt brúðkaup sem hún hélt á Samoa-eyjum. Greiddi hún flug og gistingu fyrir rúmlega þrjátíu gesti. Þá eyddi hún peningunum í skemmtiferðasiglingar, rándýr hótel og dýr húsgögn.

Verjandi Tupu sagði að upphafið að þessu ævintýri hefði mátt rekja til spilafíknar hennar. Dómari í málinu kenndi þó engu nema græðgi um og dæmdi hana sem fyrr segir í rúmlega fimm ára fangelsi. Eiginmaður hennar var ekki talinn hafa vitað af fjársvikunum og var hann ekki ákærður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“