fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Söngvabók Frelsisflokksins: „Stígíð á gasið þýskar þjóðir, Við getum náð sjö milljónum.“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 17:00

Frelsisflokkurinn í Austurríki, FPÖ, er enn á ný í vandræðum tengdum kynþáttahatri. Flokkurinn, sem er öfgahægrisinnaður pópúlistaflokkur, er í ríkisstjórn í bandalagi við íhaldsmenn. Að þessu sinni er það söngvabók sem kom þeim í klandur. Falter í Austurríki greinir frá þessu.

Haturssöngvar um gyðinga

Bruna Sudetia er bræðralag stúdenta í Vín sem er beintengt Frelsisflokknum. Formaður bræðralagsins heitir Herwig Götschober og er ráðgjafi Norbert Hofer sem komst nálægt því að verða forseti landsins árið 2016 þegar hann vann fyrstu umferðirnar. Hofer gegnir nú embætti samgönguráðherra. Götschober segist ekki hafa vitað af alræmdri söngvabók bræðralagsins og hafnar þeim boðskap sem þar kemur fram, sem felst aðallega í gyðingahatri.

Vísur þriðja ríkisins og nýrri nasistavísur
Bruna Sudetia Vísur þriðja ríkisins og nýrri nasistavísur

Dæmi um textana í bókinni

Á meðal þeirra kemur gyðingurinn Ben Gurion,
Stígíð á gasið þýskar þjóðir,
Við getum náð sjö milljónum.

Hér er átt við David Ben Gurion, fyrsta forseta Ísraelsríkis og helför gyðinga í seinni heimstyrjöldinni þar sem um sex milljónir fórust. Margir af þeim í gasklefum þriðja ríkisins.

Tveir gyðingar böðuðu sig í ánni,
Af því að allir menn þurfa að baða sig,
Annar drukknaði,
Við vonum að hinn drukkni líka.

Tveir gyðingar syntu upp Nílarfljót,
Krókódíll át annan þeirra,
Og starði á hinn,
Þar sem hann ældi næstum þeim fyrsta.

Hitlerjugend

Sumir af textunum í söngvabókinni eiga sér rætur í Þýskalandi Hitlers. Þeir eru úr smiðju Hans Baumann, sem var einn af helstu laga og barnabókahöfundum þriðja ríkisins og lög hans voru notuð hjá ungliðahreyfingum Nasistaflokksins, Hitlerjugend. Aðrir textar bókarinnar voru samdir eftir stríðið af nýnasistum.

Fyrir aðeins viku síðan þurfti Udo Landbauer, einn frambjóðandi Frelsisflokksins í suðurhluta landsins að segja af sér vegna söngvabókar úr hans stúdentabræðralagi. Eftir það réð flokkurinn sagnfræðinga til að rannsaka sögu flokksins sem nær aftur til ársins 1956. Sagnfræðingarnir munu þó ekki rannsaka sögu þessarra bræðralaga því á pappírunum eru þau sjálfstæðar stofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón
Fréttir
Í gær

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“
Fréttir
Í gær

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega
Fréttir
Í gær

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu
Fyrir 2 dögum

Elsie, Norman og Bessie

Elsie, Norman og Bessie
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða