Fréttir

Trump fór beint á diskóið eftir að hafa hitt fórnarlömb skotárásinnar í Flórída

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Laugardaginn 24 febrúar 2018 17:00

Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti fórnarlömb og eftirlifendur skotárárasinnar í Parkland Florida, ásamt eiginkonu sinni Melania Trump, síðastliðinn föstudag. Dvöldu þau rúmlega 35 mínútur á spítalanum og héldu svo stuttu síðar í veislu á Mar-a-lago setrinu, en þema hennar var í anda skemmtistaðarins Stúdíó 54. Hann var sá allir vinsælasti meðal ríka og fræga fólksins undir lok áttunda árarugarins. Staðurinn var svokallað mekka diskó-tónlistarinnar og hafa því erlendir miðlar fjallað um málið á þann hátt að Trump hafi hitt fórnarlömbin stutt og skellt sér svo beint í diskó partý.

Yfirlýst stuðningskona Trumps, Sean Bianca, setti meðfylgjandi mynd af forsetahjónunum í partýinu inn á Instagram reikning sinn. Þar tók hún skýrt fram að þau hefðu ekki dansað. Stuttu seinna var myndin horfin og búið að loka fyrir aðgangs almennings að Instagrammi Bianca.

Átti þetta sér stað stuttu eftir nokkurt fjaðrafok á internetinu yfir mynd sem Trump birti af sér ásamt þeim lögreglumönnum sem sinntu útkallinu í kjölfar árásarinnar á miðvikudaginn. Á henni sést forsetinn skælbrosandi með þumalinn upp. Þótti þetta taktlaust í ljósi aðstæðna.

Trump dvaldi á Mar-a-lago nú yfir helgina. Í gær var Forsetadagurinn en hann er haldinn þriðja mánudaginn í febrúar til heiður George Washington fyrsta forseta Bandaríkjanna og er frídagur í Bandaríkjunum. Upplýsingarfulltrúi á vegum Hvíta hússins tjáði blaðamönnum að forsetinn myndi þó ekki taka hring á golfvelli sínum á laugardeginum líkt og hann gerir vanalega af virðingu við fórnarlömb árásarinnar, en setrið er í aðeins hálftíma keyrslu frá Marjory Stoneman Douglas gagnfræðiskólanum þar sem árásin átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Trump fór beint á diskóið eftir að hafa hitt fórnarlömb skotárásinnar í Flórída

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
í gær
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af