fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Heimili stjórnmálaforingja: Svona búa vinstrimenn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. febrúar 2018 08:00

Búa vinstrimenn í látlausum fjölbýlishúsum? Búa hægrimenn í glæsilegum villum? DV skoðaði heimili sex leiðtoga vinstra megin við miðju og sex leiðtoga af hægri vængnum og niðurstöðurnar falla ekki alveg inn í staðalmyndina.

Helgi Hrafn Gunnarsson

Þingmaður Pírata
Helgi var óþekktur þegar hann komst inn á þing þegar Píratar buðu fram í fyrsta skipti árið 2013. Píratar hafa að jafnaði engan formann en hafa margir litið svo á að hann sé leiðtogi þeirra. Hann gegndi einnig formlegri stöðu formanns árin 2014 og 2015. Helgi var ekki í framboði í kosningunum 2016 en ákvað að gefa kost á sér á ný síðasta haust. Eiginkona Helga er Inga A. K. Straumland og búa þau í Miðtúni 80 í Laugardalshverfinu, í kjallaraíbúð í einstaklega huggulegu, bleiku húsi.

Fermetrar: 100
Fasteignamat: 38.250.000

Katrín Jakobsdóttir
Dunhagi 17 Katrín Jakobsdóttir

Mynd: Einar Ragnar

Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra
Þrátt fyrir að vera aðeins 42 ára hefur Katrín Jakobsdóttir verið á þingi í meira en áratug fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Hún hefur lengi verið einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins, þvert á flokkslínur. Í eftirhrunsstjórninni 2009 til 2013 gegndi hún embætti menntamálaráðherra og situr nú sem forsætisráðherra. Katrín og maður hennar, Gunnar Sigvaldason, búa á þriðju hæð í blokk í Vesturbænum, Dunhaga 17.

Fermetrar: 108
Fasteignamat: 43.800.000

Dagur B. Eggertsson
Óðinsgata 8b Dagur B. Eggertsson

Mynd: Sigtryggur Ari

Dagur B. Eggertsson

Borgarstjóri Reykjavíkur
Dagur hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur síðan árið 2002, fyrir R-listann og Samfylkinguna. Hann sat sem borgarstjóri í þrjá mánuði árin 2007 til 2008 og hefur nú verið borgarstjóri síðan árið 2014. Sumir vilja reyndar meina að Dagur hafi stýrt borginni í reynd árin 2010 til 2014 þegar Samfylkingin var í samstarfi við Besta flokkinn. Dagur og kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, búa á Óðinsgötu 8b, hornhúsi í Þingholtunum. Tvær íbúðir eru skráðar í húsinu og búa þau í báðum. Á Menningarnótt hefur Dagur boðið almenningi í vöfflur á jarðhæðinni.

Fermetrar: 193
Fasteignamat: 95.800.000

Steingrímur J. Sigfússon
Þingasel 6 Steingrímur J. Sigfússon

Mynd: Sigtryggur Ari

Steingrímur J. Sigfússon

Forseti Alþingis
Steingrímur er jarðfræðingur og fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV sem hefur langmestu reynsluna á Alþingi. Fór hann þar fyrst inn árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og síðan um aldamótin fyrir VG. Hann hefur gegnt mörgum ráðherraembættum, þekktastur sem fjármálaráðherra á árunum eftir hrun. Steingrímur er með lögheimili í Þistilfirði en hefur um áratugaskeið búið í Seljahverfinu í Breiðholti. Síðan 1999 hefur hann búið í glæsihýsi í Þingaseli 6 með arinstofu og sérstöku herbergi fyrir föt.

Fermetrar: 315
Fasteignamat: 79.700.000

Gunnar Smári Egilsson
Fáfnisnes 3 Gunnar Smári Egilsson

Mynd: Einar Ragnar

Gunnar Smári Egilsson

Formaður Sósíalistaflokksins
Gunnar Smári hefur komið víða við sem blaðamaður og samfélagsrýnir. Var hann til dæmis einn af stofnendum Fréttablaðsins árið 2001 og Fréttatímans árið 2015. Einnig hefur hann gegnt ýmsum störfum, til dæmis verið framkvæmdastjóri SÁÁ. Eftir að Fréttatíminn varð gjaldþrota vorið 2017 hætti Gunnar í fjölmiðlum og stofnaði Sósíalistaflokkinn sem mun bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar og kona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, búa í glæsihýsi á Fáfnisnesi 3 við Reykjavíkurflugvöll. Húsið hefur verið á sölu síðan í júní á 125 milljónir króna.

Fermetrar: 244
Fasteignamat: 98.850.000

Logi Már Einarsson
Munkaþverárstræti 35 Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson

Formaður Samfylkingarinnar
Logi tók við formennsku í Samfylkingunni haustið 2016 eftir að flokkurinn nærri þurrkaðist út í þingkosningum. Fáir landsmenn þekktu Loga en hann var nýr þingmaður frá Akureyri, arkitekt og fyrrverandi dansari úr hljómsveitinni Skriðjöklum. Logi hefur vaxið í hlutverki formanns og vann töluvert fylgi til baka í síðustu kosningum. Hann býr ásamt konu sinni, Arnbjörgu Sigurðardóttur, í einbýlishúsi á Munkaþverárstræti 35 á Akureyri.

Fermetrar: 223
Fasteignamat: 42.300.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna