fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilborg opnar sig um samband sitt við Þorstein sem er grunaður um barnaníð: „Gat ég mögulega hafa verið blind?“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það fyrsta sem mér datt í hug þegar þetta kom upp var; gerði hann eitthvað við börnin mín?,“ segir Vilborg Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Þorsteins Halldórssonar, sem er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn ungum piltum. Hún segir að það hafi verið áfall að frétta af meintum brotum Þorsteins, sem DV hefur fjallað ítarlega um.

Þetta kemur fram í viðtali við Vilborgu í Stundinni sem kom út í dag. Hún segist hafa séð nein merki meðan þau voru í sambúð í þrjú ár sem benti til þess að hann væri haldinn óeðlilegum kenndum. „Gat ég mögulega hafa verið blind? Var hann að gera eitthvað og ég sá ekki neitt?,“ spyr Vilborg. Hún segist hafa óttast að Þorsteinn hafi leitað á syni hennar en þeir hafi fullvissað sig um að það hafi ekki gerst.

Sjá einnig: Þorsteinn grunaður um hrottalegt kynferðisofbeldi

Vilborg segir að það hafi helst verið tölvunotkun Þorsteins sem hafi verið grunsamleg meðan samband þeirra varði en því lauk árið 2013. „Hann var með einhver þrjú netföng og óskráðan síma og allt mjög falið. Hann útskýrði það með því að hann hefði orðið gjaldþrota og að það væru einhverjir óheiðarlegir menn á eftir honum,“ segir Vilborg í viðtali við Stundina.

Þorsteinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um hrottalegt kynferðisofbeldi gegn unglingspilti. Þorsteinn sætti áður nálgunarbanni gagnvart öðrum pilti vegna gruns um kynferðisbrot og áreiti. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Þorsteini kemur fram að pilturinn segi hann hafa borið fíkniefni í sig með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku.

Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil og þá hefur hann starfað á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem hann stýrði þáttum um klassíska tónlist. Þorsteinn er sakaður um að hafa gefið piltinum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína gagnvart honum til að brjóta á honum kynferðislega. Þá á Þorsteinn að hafa tekið klámmyndir af piltinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat