fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þroskahömluð stúlka missti af ballinu vegna Strætó: „Þegar ég sótti hana var hún með frosnar tær“

Auður Ösp
Föstudaginn 23. febrúar 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á heilbrigður maður að skilja barnið eftir þegar það segir annað, hefði ekki þá verið sniðugt að hringja í mig eða láta hana hringja í mig og athuga þetta? Segir Áslaug Ósk Hinriksdóttir en dóttir hennar, hin fimmtán ára gamla Þuríður Arna var skilin eftir ein fyrir utan skólann sinn af bílstjóra á vegum ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Þuríður Arna er greind með þroskahömlun og þroska á við átta ára barn.

Áslaug Ósk tjáir sig um atvikið í færslu á facebook en hún hefur áður tjáð óánægju sína með ferðaþjónustu fatlaðra en Strætó sér um þá þjónustu fyrir Reykjavíkurborg. „Þuríður Arna mín var hrikalega spennt fyrir kvöldinu þar sem hún var að fara á ball í félagsmiðstöðinni sinni, mamman búin að panta keyrsluna fyrir hana og hún beið spennt við gluggann, komin í tásuskónna sína enda á leiðinni á ball. Mamman fékk hana nú að fara í úlpuna sína í staðin fyrir „sumar“jakkann (sem betur fer), reyndar var það útaf því við fundum ekki hann.“

Áslaug kveðst hafa kvatt Þuríði Örnu en hálftíma síðar fékk hún hringingu frá dóttur sinni. „Hún var skilin eftir fyrirutan skólann sinn í staðinn fyrir félagsmiðstöðina sem er í allt öðru hverfi, hún sagði samt við bílstjórann að hún ætti ekki að fara þangað en skiljum hana samt eftir, hlustum ekki á barnið en það var náttúrlega engin í skólanum sem var lokaður og læstur og í þokkabót komið myrkur,“

ritar Áslaug og er mikið niðri fyrir. „Ég fór náttúrlega í panik, verð hrædd, reið, leið en sem betur fer var hún með símann sinn og gat hringt í mig. Ég hefði ekki boðið í hitt. Þegar ég sótti hana var hún að sjálfsögðu hrædd, miður sín og með frosnar tær.“

Henni blöskrar mjög vinnubrögð Strætó og bendir á að bílstjórinn hafi algjörlega hunsað ábendingu dóttur hennar. „Hvurslags þjónusta er þetta? Jú bílstjórinn hefur væntanlega fengið vitlausar leiðbeiningar frá þjónustuborðinu en barnið leiðrétti þær við hann en hann skilur hana samt eftir. því hann fer eftir tölvunni, eina og kalda.“

Sár og reið fyrir hönd dóttur sinnar

Áslaug Ósk sendi kvörtunarbréf til Strætó í kjölfar atviksins. Hún birtir svarbréfið frá Strætó einnig á facebook síðu sinni og er mikið niðri fyrir. Í bréfinu kemur fram að óafsakanleg alvarleg mistök hafi orðið í bókun á ferðinni og er Áslaug Ósk beðin afsökunar.

„Svo tautaði hann um að Þuríður hefði jú sagt þetta við bílstjórann og hefði svo fylgst með henni fara út úr bílnum og sæi að það væri ekki allt í lagi og hefði þá farið út úr bílnum og athugað hana og þar segist barnið bara ætla hringja í mömmu sína,enda orðin hrædd og við það fer hann. Hefði ekki verið sniðugt að hringja sjálfur í mömmuna þar sem barnið er á við þroska sirka 8 ára og spurjast um þetta?“

Í svarbréfi Strætó kemur einnig fram að farið verði yfir atvikið með starfsmanninum sem sá um bókunina. „Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum sannarlega að svona gerist ekki aftur,“ segir jafnframt í bréfinu. Áslaug Ósk bendir á Þuríður Arna tilheyri hópi einstaklinga sem séu mjög viðkvæmir á svelli og kveðst vera „sjúklega“ reið og sár fyrir hönd dóttur sinnar.

„Komi ekki fyrir aftur? Hvað er svona búið að koma oft fyrir og Þuríður Arna er ekki eina tilvikið. Ég hef heyrt af mörgum, því miður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus