fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sunna verður flutt til Sevilla í dag

Auður Ösp
Föstudaginn 23. febrúar 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Elvira Þorkelsdóttir verður flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla borg í dag. Morgunblaðið greinir frá þessu. Líkt og áður hefur komið fram hefur Sunna Elvira legið lömuð á sjúkrahúsi í Marbella í rúmlega fimm vikur án þess að fá fullnægjandi aðhlynningu.

Til stóð á dögunum að flytja Sunnu á sérstakt sjúkrahús í Toledo en flutningurinn var þá stöðvaður af spænskum yfirvöldum og Sunnu tjáð að hún þyrfti fyrst að fara til Selvilla. Flutningurinn til Selvilla hefur hins vegar tafist pappírsvinnu af hálfu spítalans í Marbella.

Fram í Morgunblaðinu að ferðalagið til Sevilla muni taka rúmlega fjórar klukkustundir og standa vonir til að Sunna verða komin þangað fyrir hádegi í dag.

„Það er vonandi betri aðstaða á þeim spítala en hér í Malaga,“ segir Sunna í samtali við Morgunblaðið.

Jafnframt kemur fram að enn sé beðið samþykkis frá spænskum stjórnvöldum og dómstólum um að Sunna verði flutt til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“