Fréttir

Bubbi ósáttur við laxeldi: „Vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll!“

Kristinn H. Guðnason skrifar
Föstudaginn 23 febrúar 2018 18:00

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er einn þekktasti laxveiðimaður landsins. Hefur hann skrifað bæði bækur og ljóð um það áhugamál. Laxeldi virðist hins vegar ekki eiga upp á pallborðið hjá honum og ritar hann pistil á Vísi sem nefnist „Ógnin við lífríki fjarðanna.“

Svínarí Norðmanna

Tilefni pistils Bubba er slys í Tálknafirði þegar eldiskví hjá fyrirtækinu Arnarlax með 500 tonnum af eldislaxi sökk og hluti af þeim drapst. Þeim löxum sem tókst að bjarga var dælt yfir í aðra kví. Bubbi segir:

„Þá hefur það skeð sem hefur verið varað við og sagt að myndi gerast, þótt laxeldismenn hafi fullyrt að það myndi ekki gerast. Laxeldiskví sekkur hjá Arnarlaxi með 500 tonnum af eldislaxi. Þetta er ekkert smá. En enginn tilkynnti Umhverfisstofnun um slysið heldur þurftu yfirvöld að senda pósta: Við vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll!“

Bendir Bubbi á að Norðmenn eigi flest allar laxeldiskvíar á Íslandi og hafi flúið hingað vegna harðnandi eftirlitskerfis í heimalandinu. Arnarlax er til dæmis að hluta í eigu norskra aðila.

„Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd.“

Borgar sig að menga

Bubbi segir að íslensku lífríki standi mikil ógn af eldi í sjókvíum og að allt laxeldi ætti að fara upp á land. Annars mun lífríkið í fjörðum landsins eyðileggjast. Vandamálið sé hins vegar að „aurgoðarnir“ tími því ekki. Það borgi sig fyrir þá að menga.

„Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist.

Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Bubbi ósáttur við laxeldi: „Vorum að frétta að sokkið hafi hjá ykkur 500 tonna kví. Já, sæll!“

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
í gær
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af