fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Banaði konunni vegna afbrýðisemi en þó voru þau aldrei saman: Veitti henni áverka með glerflöskum, straujárni og slökkvitæki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khaled Cairo, 39 ára gamall hælisleitandi frá Jemen, er ákærður fyrir að hafa orðið Sanitu Braun að bana að heimili hennar við Hagamel í september 2017. Sanita var frá Lettlandi en var búsett hér á landi og hafði atvinnu hér.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar játaði Khaled að hafa ráðist á Sanitu en neitar að hafa orðið henni að bana. Í frétt á Visir.is kemur fram að Khaled hafi tryllst vegna þess að Sanita átti í einhverjum samskiptum við aðra karlmenn.

Skýtur þetta nokkuð skökku við enda kom fram í umfjöllun DV um málið í fyrrahaust að Khaled og Sanita áttu aldrei í ástarsambandi og vildi hún ekkert með hann hafa. Í viðtali við DV sagði tengdasonur Sanitu að henni hafi staðið stuggur af Jemenanum og hafi tjáð fjölskyldu sinni og vinum að hún væri hrædd við hann.

Khaled veitti Sanitu áverka með glerflöskum, straujárni og slökkvitæki. Var mikið blóð á vettvangi en hún lést af sárum sínum.

Andzela Zumente, kunningjakona Sanitu frá Lettlandi, einnig búsett í Reykjavík, sagði einnig í samtali við DV í haust að Sanita hafi sagt að henni litist ekkert á Khaled og að hann væri ekki maður við hennar hæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis