fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Dýr detta dauð niður þegar þau ganga framhjá dularfullu hofi – Nú hafa vísindamenn leyst gátuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hliðið að helvíti“ hafa gamlar rústir hofs í Tyrklandi oft verið nefndar en mörg dýr hafa drepist við það eitt að ganga framhjá rústunum. Þetta hefur að vonum verið mikil ráðgáta í gegnum tíðina en nú telja vísindamenn sig hafa leyst þessa ráðgátu.

Science Magazine skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta svokallaða “Hlið helvítis” hafi fundist á nýjan leik fyrir sjö árum nærri bænum Pamukkale. Þessar gömlu rústir eru taldar vera leifar hins sögulega staðar „Ploutonion“ sem til forna var nærri gríska bænum Hierapolis, en þar sáu véfréttir og prestar um fórnarathafnir til að heiðra rómverska guðinn Plútó.

Í gegnum tíðina hefur því verið lýst hvernig dýr hafi dottið niður dauð þegar þau hafi komið of nærri „Hliði helvítis“. Prestar eru sagðir hafa leitt naut að hofinu, sem þeir töldu vera innganginn að helvíti, og þar drápust nautin án þess að prestarnir þyrftu nokkuð að aðhafast. Þeir gátu sjálfir tekið því rólega því þeir dóu ekki við hofið.

Þessi óútskýrði dýradauði varð til þess að til varð mýtan um að það væri Hades, þríhöfða hundur sem var talinn birtingarmynd dauðaríkisins, sem vaktaði hofið og banvænn andi hans streymdi í gegnum það.

En nú hafa vísindamenn við Duisburg-Essen háskólann í Þýskalandi rannsakað málið og þeir hafa fundið miklu jarðbundnari skýringu á þessum dauða dýranna. Þar sem „Hlið helvítis“ er talið vera streymir mikið magn koltvísýrings upp úr jörðinni. Streymið er mest á nóttunni og snemma morguns. Koltvísýringurinn hverfur síðan yfir daginn. Þegar koltvísýringurinn streymir upp myndar hann einhverskonar þoku þar sem magn koltvísýrings er mjög mikið. Magnið er svo mikið að bæði menn og dýr geta dáið á nokkrum mínútum.

„Þokan“ er þó þéttust niðri við jörðina og þeim mun hærra sem farið er þeim mun hættuminni er hún.

Koltvísýringurinn er því aðeins banvænn upp í um 40 sm hæð. Þetta getur að mati vísindamannanna skýrt af hverju mörg dýr hafa drepist við hofið en fólk hefur sloppið óskaddað þaðan. Vísindamennirnir telja að prestar fortíðarinnar hafi vitað að „þokan“ var bara hættuleg niðri við jörðina. Þeir hafi vitað að hinn banvæni „andardráttur“ frá helvíti hafi aðeins náð upp í ákveðna hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“