fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Biggi lögga um umskurðarmálið: „Hver er ávinningurinn?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 16:00

„Það er þetta með lögin gegn umskurði drengja. Ég er einn af þeim sem skiptir um skoðun nánast í hvert sinn sem ég heyri einhvern tjá sig um málefnið. Að sjálfsögðu segir mín eigin skynsemi og hyggjuvit að það sé rangt að klippa forhúðina af nokkra daga gömlum drengjum.“

Þetta segir lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar fjallar hann um frumvarpið um bann við umskurði drengja og veltir fyrir sér hvort að við getum breytt trúarreglu og menningu með lagasetningu.

„Bara að þetta væri samt svona einfalt. Við erum að tala um ákveðna menningu sem á sér miklu dýpri rætur en menning okkar eigin þjóðar. Spáið í því? Það er ekki nokkur einasti möguleiki að við séum að fara að breyta þessari trúarreglu með einhverri lagasetningu. Ekki séns. Hversu líklegt er að við getum breytt þessu hjá gyðingum ef sjálfur Jesús Kristur talaði fyrir daufum eyrum hvað þetta varðar? Og ef við erum ekki að fara að breyta neinu, hvers vegna erum við þá að gera þetta refsivert? Hver er ávinningurinn? Við hljótum að verða að spyrja okkur að því. Jú við sem erum ekki gyðingar erum mörg hver ósátt við verknaðinn, finnst hann ljótur og brot á rétti barnsins. Komum því þá til skila. Ég hafði ekki heyrt bofs um það hingað til. Hvað breytist við það að gera foreldrana og þann einstakling sem framkvæmir aðgerðina að sakamönnum?

Aðal málið er semsagt að þetta er ótrúlega snúið mál. Þess vegna er eðlilegt að fólk hafi á þessu misjafnar og oft heitar skoðanir. Einmitt þess vegna er óréttlátt að snúa umræðunni upp í skítkast yfir þá sem eru á öndverðu meiði en við sjálf, eins og er svolítið að gerast. Þetta frumvarp er að sjálfsögðu ekki sett fram vegna gyðingahaturs. Það er sett fram til að reyna að vernda barnið og rétt þess. Það er fullkomlega eðlileg og göfug hugsun þar á bakvið. Þeir sem eru á móti banninu eru heldur ekki fylgjandi því að meiða börn eða föst í afturhaldssemi trúarbragða. Það eru miklu oftar einstaklingar sem eru að reyna að skoða endann í upphafi. Spá í það hvort meðalið helgi tilganginn?

Umræður eru hollar og jákvæðar. Oft koma þær manni að einhverri niðurstöðu. Ekki alltaf samt. Kannski kemst ég að einhverri niðurstöðu sjálfur í þessu máli. Ég efast samt um það. Við getum ekki og eigum ekki að vera sammála öllum eða samþykkja allt. Engu að síður getum við sýnt hvort öðru virðingu og kærleika í orði og verki. Sama hverrar skoðunnar eða trúar við erum. Það er alltaf ágætis byrjun og kemur okkur lengst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna