fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Tvígreiddir þú allt um síðustu helgi? Valitor í vandræðum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur fjöldi korthafa varð fyrir þeim óþægindum síðustu helgi að tekið var tvisvar af korti þeirra fyrir allri vöru og þjónustu sem greitt var fyrir. Leiddi það til þess að korthafar höfðu ekki rétta upphæð til ráðstöfunar og eru dæmi um að einhverjir korthafar hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa.

Samkvæmt tilkynningu frá Valitor fyrr í dag er unnið að úrlausn málsins. En

Í tilkynningu segir:

Valitor hafa borist ábendingar frá korthöfum þess eðlis að þeir telji sig hafa greitt tvisvar sinnum fyrir sömu vöru/þjónustu hjá söluaðilum. Við nánari skoðun hefur komið í ljós það átti sér stað villa í vinnslu á MasterCard færslum hjá Valitor dagana 17. – 19. febrúar sl. Áhrifin eru þau að korthafar hafa ekki rétta upphæð til ráðstöfunar á kortayfirliti sínu þar sem bæði um færslu og frátekna heimild er að ræða. Unnið er úrlausn málsins.

Mikilvægt er að söluaðilar endurgreiði ekki umræddar færslur til korthafa þar sem söluaðilar hafa ekki fengið tvígreitt fyrir sömu færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala