Fréttir

Lögreglumaður kærður af vinnufélögum sínum – Umdeild ummæli hans um hópnauðganir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 06:18

Í febrúar á síðasta ári komst sænski lögreglumaðurinn Peter Springare heldur betur í kastljós fjölmiðla eftir að hann birti færslu á Facebook þar sem hann sagði að stór hluti þeirra sem eru grunaðir um nauðganir, rán og árásir séu frá Sómalíu, Arabaríkjum eða öðrum erlendum ríkjum.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um þessi skrif hans. Nú hefur Springare aftur komist í kastljós fjölmiðla eftir að vinnufélagar hans kærðu hann fyrir ummæli hans á umræðufundi í Gautaborg nú í febrúar. Þar sagði hann að hópnauðganir í Svíþjóð væru „nýtt menningarlegt fyrirbæri“, sem væri afleiðing af straumi flóttamanna og innflytjenda til landsins síðustu 12-15 árin. Aftonbladet skýrir frá þessu.

„Það eru að sjálfsögðu Svíar sem taka þátt í hópnauðgunum en ekki nærri því eins margir og útlendingar.“

Sagði Springare á fundinum eftir því sem fram kemur í Aftonbladet.

Þessi ummæli hans voru dropinn sem fyllti mælinn hjá lögreglumönnum í Bergslagen og kærði yfirstjórn lögreglunnar þar Springare. Það er mat lögreglunnar í Springare að ummæli sem þessi séu til þess fallin að skaða það traust sem lögreglan hefur meðal almennings. Almenningur eigi að vera þess fullviss að lögreglan starfi algjörlega hlutlaust.

TV4 hefur eftir Springare að þessi ummæli hafi verið hans persónulega skoðun og því hafi hann ekki verið bundinn af því að vera hlutlaus eins og lögreglan sé.

Nú er verið að skoða hvort ummælin hafi brotið gegn lögum og reglum eða hvort Springare verði hugsanlega beittur agaviðurlögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi