fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

„Við bjóðum þau ekki velkomin sem slík þegar þau brjóta lög“

Íbúðareigandi í 50plús blokkinni í Grindavík tjáir sig um málið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 16:02

Umtalaðasta málið í Grindavík þessa dagana, og víðar eftir að fjölmiðlar birtu fréttir um það í gær, er búseta hjóna í blokk í Grindavík og væntanlegur húsfundur og jafnvel útburður hjónanna í kjölfarið.

DV fjallaði ítarlega um málið í gær, en hjónin sem um ræðir vantar nokkra mánuði til að uppfylla skilyrði um aldursbúsetu í blokkinni.

Grindavik.net fjallaði einnig um málið í gær og eftir að sú frétt var birt hafði einn íbúa blokkarinnar samband við miðilinn og vildi láta lagfæra fréttina og koma til skila að íbúarnir bjóði hjónin ekki velkomin í blokkina.

„Við bjóðum þau ekki velkomin sem slík þegar þau brjóta lög.“

Samkvæmt fyrri fréttum kom fram að „Íbúarnir vilja koma því á framfæri að þeim sé ekki illa við hjónin sem kaupa heldur líki þeim almennt vel við þau og vilja bjóða þau velkomin en þetta strandi á þessari sögn, að ætla, “ og er þar vísað til orðalags eignaskiptayfirlýsingar hússins um að „húsið er ætlað íbúum 50 ára og eldri.“

Nú virðist annað hljóð komið í strokkinn ef marka má orð íbúðareigandans sem hafði samband í dag, „ef þau hefðu keypt með eðlilegum hætti, sem sagt bæði orðin 50 ára, þá myndu þau vera velkomin.“

Virðist því eindregin afstaða vera sú að aðilar sem eiga heima í blokkinni verði að vera búnir að ná tilsettum aldri, samkvæmt þessari reglu/ kvöð. Það er ekki nóg að einungis annar/einn aðili sé orðinn fimmtugur, það er að segja ef allir eiga að vera skráðir í blokkina.

Mannleg mistök að annar eigandi fékk afsali þinglýst 48 ára

Þegar spurt er um íbúðareigandann sem var 48 ára þegar hann fékk afsal fyrir sinni íbúð svarar eigandinn: „Hann leigði á þeim tíma maðurinn“. En konan hans bjó hjá honum samt sem áður, og sömu reglur gildandi? „Ég veit það ekki, það hafði greinilega farið framhjá okkur, þetta skiptist svo sem eftir hæðum og auðvitað getur öllum orðið á eins og þarna, bara mannleg mistök.“

Aðspurður hvort að hægt væri að horfa framhjá því í þessu tilviki að hjónin séu ekki bæði orðin 50 ára, svarar hann: „Nei það er ekki hægt, þá er enginn búin að ná aldri sem búa í íbúðinni og þau ekki velkomin hingað með slíkum hætti. Við verðum að fá úr þessu skorið hvernig sem þetta fer.“

„Þau vissu þetta allt saman“

Íbúinn vill taka fram að málið sé allt mikil vonbrigði og að íbúar vildu gera málamiðlanir til þess að leysa úr þessu. Oft séu haldnir húsfundir og vel farið yfir öll þessi mál og að hjónin vissu bæði allt um þessar kvaðir en flytja samt, „þau vissu þetta allt saman.“

Hann vill jafnframt benda á að sá sem tók ljósmyndina af auglýsingunni hafi brotið reglur, ekki vísar hann þó nánar í hvaða reglur, en auglýsingin var hengd upp í sameiginlegu rými íbúanna sem er fyrir framan andyri með læstri hurð á milli, ekki opið fyrir hvern sem er að sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna